fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þórður telur Morgunblaðið hafa opinberað að miðillinn sé á móti bólusetningum – „Þá er það bara skýrt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. október 2021 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, hefur ítrekað vakið athygli undanfarið fyrir að birta myndir í blaðinu sem mætti túlka sem áróður gegn bólusetningum.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, deildi einni slíkri mynd fyrir viku síðan og velti upp spurningunni hvort að með birtingu mynda Helga væri Morgunblaðið að styðja við þennan áróður.

„Ef ritstýrt dagblað birtir, ítrekað, svona andbólusetningarsamsærisþvælu pakkaðri inn sem dystópísku skopo, er þá hægt að draga aðra ályktun en að blaðið bakki þvæluna einfaldlega upp?“

Þórður telur að nú hafi Morgunblaðið svarað þessari spurningu en í nýjasta blaðinu má sjá skopmynd Helga þar sem maður í búning úr vinsælu þáttunum Squid Game og býður lesendum að velja milli tveggja pilna – líkt og eftirminnilega var boðið upp á í fyrstu kvikmyndinni í Matrix – seríunni.

Við bláu pilluna stendur- „Taktu bláu örvunarpilluna og vonaðu að þú verðir ekki einn af miklum fjölda þolenda alvarlegra aukaverkana sem sóttvarnayfirvöld minnast aldrei á.“

Og við rauðu pilluna stendur – „Eða taktu rauðu pilluna og sjáðu að náttúrlegt ónæmi ver þig fyrir manngerðu pestinni ef nóg er af D-vítamíni í líkama þínum.“

Ljóst er af orðavalinu sem og litunum að Helgi Sig telur rétta valið vera það seinna, rauðu pilluna. En rauða pillan hefur frá því Matrix kom út þótt standa fyrir það að vera tilbúinn að opna augun fyrir sannleikanum á meðan blá pilla er tengd því að vilja halda áfram að lifa við fáfræði.

Þórður skrifar með myndinni: „Ok. Þá er það bara skýrt. Morgunblaðið er þarna.“

Margir hafa deilt færslu Þórðar eða skrifað athugasemd við hana og furða sig á Morgunblaðinu. Einn merkir Morgunblaðið og skrifar: „@mblfrettir Eruð þið að sniffa skipalakk?

Annar skrifar: „Löngu orðið gjörsamlega galið. Shit.“

Enn annar skrifar: „Ef þú kæri lesandi, kaupir Moggann, auglýsir þar eða jafnvel bara lest blaðið (og þar með sérð auglýsingarnar sem gefa blaðinu tekjur) þá ertu að ýta undir dreifingu á óábyrgum upplýsingum sem þessum. Það er til margur og betri miðill en frétabréf xD.“

Hér má sjá dæmi um fleiri skopmyndir Helga sem mætti túlka sem áróður gegn bólusetningum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv