fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Birgitta segir byrlunarfaraldur geisa í miðbæ Reykjavíkur – „Ég var per­sónu­lega sjálf á staðnum eitt skiptið“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. október 2021 15:05

Birgitta Líf er eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrlunarfaraldur geisar í miðbæ Reykjavíkur samkvæmt Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda skemmtistaðarins Bankastræti Club. Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Birgittu en þar segir hún að byrlunum í miðbænum hafi fjölgað mikið undanfarnar helgar.

Töluverð umræða um byrlanir hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum eins og Twitter að undanförnu, einmitt í ljósi þess að þær virðast vera algengari en áður. Umræðan er ekki bara í gangi hér á landi heldur einnig erlendis en þar hafa verið að koma fram nýjar aðferðir til byrlana, til að mynda með stungum.

Birgitta segist vita um nokkur tilvik, bæði á Bankastræti Club og á öðrum stöðum í miðbænum, þar sem byrlun hefur átt sér stað. Hún segir að svo virðist vera sem það sé að færast í aukana að fólki sé byrlað á skemmtistöðum í Reykjavík. „Það er eins og það sé ein­hver far­ald­ur í gangi,“ segir hún samtali við blaðamann mbl.is.

Bankastræti Club tekur byrlunum mjög alvarlega samkvæmt Birgittu sem tekur fram að starfsmenn skemmtistaðarins séu vakandi fyrir einkennum byrlana.

„Síðan er spurn­ing hvort það sé verið að setja ofan í drykki eða hvort það sé eitt­hvað nýtt í gangi, þannig að við fylgj­umst mjög mikið með og höf­um ít­rekað við starfs­fólkið okk­ar ein­kenni byrl­ana og að vera vak­andi fyr­ir gest­um.“

Birgitta hefur meira að segja sjálf verið vitni að því þegar stelpu var byrlað á staðnum. „Ég var per­sónu­lega sjálf á staðnum eitt skiptið þegar það var haldið á stelpu út og ég beið úti með henni ásamt starfs­manni á meðan við biðum eft­ir sjúkra­bíl,“ segir hún.

Þá segir Birgitta að þar sem byrlanir hafa komið upp á fleiri en einum stað sé það greinilegt að þær einskorðast ekki við einhvern einn aðila. Hún og starfsmenn staðarins séu að skoða hvort þörf sé á frekari aðgerðum en dæmi er um að á skemmtistöðum erlendis sé verið að kalla eftir því að leitað sé á fólki áður en það fer inn á staði.

„Það er spurn­ing hvort að það sé næsta skref – að það sé bara leitað á öll­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt

Þrettán þúsund Eflingarfélagar búa við fátækt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“

Faðir tvíburasystranna óttast um börn sín og lýsir átakanlegri reynslu sinni – „Það er mér sárt að skrifa þessi orð“
Fréttir
Í gær

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“

Spyr af hverju níðingar fá pláss og vald – „Er einelti í lagi ef eineltið er gagnvart minnihlutahóp eins og trans fólki?“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
Fréttir
Í gær

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Í gær

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Í gær

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“