fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segja starfsmann sambýlis í Reykjavík hafa sent myndband af nöktum vistmanni á Snapchat

Heimir Hannesson
Laugardaginn 16. október 2021 14:10

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem starfaði á sambýli hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í opinberu starfi. Er hann í ákærunni sagður hafa tekið upp myndbrot af vistmanni sambýlisins þar sem hann lá nakinn uppi í rúmi og handlék á sér kynfærin. Sendi maðurinn myndbandið svo í gegnum samskiptaforritið Snapchat í mars í fyrra.

Mánuði síðar, eða í apríl 2020, er hann svo, í sömu ákæru, sagður hafa hótað þessum sama viðtakanda skilaboðanna á Snapchat í skilaboðum í gegnum Instagram. Í ákærunni eru hótanirnar sagðar felast í eftirfarandi skilaboðum, sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans.

a. „Ég er líka að fara að berja þig svo alvarlega“
b. „Ég er búinn að hringja líka í fólk […] minn“
c. „Passaðu þig“
d. „Ef þú ætlar að jarða mitt mannorð þar sem ég hef reynt að standa mig eins og ég get, þá mun ég gjörsamlega ganga frá þér“
e. „Horfðu á bak við þig hvert sem þú ferð […]“
f. „Ég er að fara að berja þig í klessu“

Brotaþoli mannsins í hinu meinta kynferðisafbrotamáli gerir kröfu um að maðurinn greiði sér 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna athæfisins.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í haust og er næst á dagskrá dómstólsins þann 1. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman