fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Handleggsbrotnaði í fjórhjólsslysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 10:55

mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður handleggsbrotnaði í fjórhjólsslysi við Hópsnes í gær. Missti hann stjórn á hjólinu svo það valt með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta er annað fjórhjólaslysið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í hinu fyrra var tvennt á hjólinu, ökumaðurinn missti stjórn á því og valt það yfir þau. Fólkinu var komið undir læknis hendur en meiðsli voru ekki alvarleg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum til fjölmiðla. Þar segir einnig frá aftanákeyrslu á Reykjanesbraut í gær.  Ökumaður bílsins sem ekið var á var fluttur á Heilsugæslustofnun Suðurnesja með sjúkrabíl, en hinn var handtekinn þar sem hann játaði neyslu á fíkniefnum.

Þá segir frá því að í Sandgerði var ekið á fótgangandi vegfaranda í vikunni og hlaut viðkomandi opið beinbrot. Einnig datt unglingspiltur af vespu og hlaut skrámur á handlegg og fæti.

Kannabis og þjófnaðarmál

Mikið magn kannabisefna fannst í geymslu íbúðarhúsnæðis í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þegar þar var gerð húsleit. Að auki fundust þar tól ætluð til undirbúnings fíkniefnasölu. Fjármunir fundust einnig í geymslunni og hjá húsráðanda sem var handtekinn, grunaður um sölu fíkniefna. Hann játaði eign sína á efnunum en neitaði að stunda sölu.

Karlmaður sem var að koma frá Amsterdam í gær reyndist vera með kannabisefni í fórum sínum þegar tollverðir stöðvuðu hann. Tekin var af honum vettvangsskýrsla.

Ennfremur var tilkynnt um þjófnað á fjórum Philips útikösturum úr garði. Verðmæti hvers kastara er rúmlega 16 þúsund krónur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“

Hyggst stofna grasrótarsamtökin Strax í dag – „Ástæðan er persónuleg og alvarleg“
Fréttir
Í gær

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar

Héraðssaksóknara falin meðferð kæru á hendur starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar – Saknar muna úr íbúð látins vinar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð

Faðir Bryndísar Klöru syngur á styrktartónleikum fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár

Hafa beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg í 4 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“

Sólveig Anna tekur undir með Elínu: „Ég man hvað ég var hissa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“