fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Fjórir sækjast eftir embætti formanns Kennarasambands Íslands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 10:50

Kennarahúsið að Laufásvegi 81

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggur fyrir að fjórir einstaklingar gefa kost á sér til þess að gegna embætti formanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti.

Frambjóðendur eru í stafrófsröð

  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla
  • Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði
  • Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.

Félagsmenn Kennarasambandsins munu greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.

Núverandi formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, sendi frá sér pistil í byrjun september þar sem hann greindi frá því hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann mun þó gegna embættinu fram í apríl á næsta ári þar sem formannsskipti fara fram á VIII. þingi KÍ.

Félagsmenn KÍ greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.

Formannsskipti fara fram á VIII þingi KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga