fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Fjórir sækjast eftir embætti formanns Kennarasambands Íslands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. október 2021 10:50

Kennarahúsið að Laufásvegi 81

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggur fyrir að fjórir einstaklingar gefa kost á sér til þess að gegna embætti formanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti.

Frambjóðendur eru í stafrófsröð

  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla
  • Heimir Eyvindsson, dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði
  • Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla.

Félagsmenn Kennarasambandsins munu greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.

Núverandi formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, sendi frá sér pistil í byrjun september þar sem hann greindi frá því hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann mun þó gegna embættinu fram í apríl á næsta ári þar sem formannsskipti fara fram á VIII. þingi KÍ.

Félagsmenn KÍ greiða atkvæði í rafrænni kosningu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi.

Formannsskipti fara fram á VIII þingi KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10

Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10
Fréttir
Í gær

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað
Fréttir
Í gær

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“