fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Segist fá nafnlaus bréf frá starfsfólki Play – „Framganga Play er þeim til skammar“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 1. október 2021 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segist fá nafnlaus bréf frá starfsfólki flugfélagsins Play, sem finnst það vera á ósanngjörnum kjörum. Þetta kemur fram í pistli sem birtist á vefsvæði ASÍ í dag.

Drífa segist hafa áttað sig á því eftir að hún byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna hversu margir hefðu ekki rödd til að koma fram og segja frá ósanngjörnum aðstæðum sínum á vinnumarkaði. Hún segir að eina von þessa fólks séu stéttarfélögin.

„Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning.“ Segir Drífa.

Hún vill meina að stéttarfélagið sem starfsfólk Play semur við, ÍFF, sé ekki raunverulegt stéttarfélag. Hún segir að Play hafi ekki tekið tækifærið þegar þeim hafi boðist að semja við „alvöru“ stéttarfélag.

„Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri.“

Drífa bendir á að fólkið frá Play sem hafi sent henni bréf sé í erfiðri stöðu. Það vilji vinna í flugiðnaðinum en vilji einnig sanngjörn kjör, sem hún segir að þau fái ekki hjá Play.

„Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks.“ Segir Drífa í lok pistils síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Í gær

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Í gær

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Í gær

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“