fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Fáránlegar aðstæður uppi – „Allar leiðir virðast vondar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. október 2021 09:28

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við upplifum nú þær fáránlegu aðstæður að jafnt samherjar sem andstæðingar í stjórnmálum kunna að geta haft bein áhrif á hvort tilteknir einstaklingar fá sæti á Alþingi sem fulltrúar sinna kjósenda,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag þar sem hún gerir stöðuna eftir kosningar að umtalsefni.

„Þingmenn nokkurra flokka eru í þeirri stöðu að ákvarðanir þeirra geta ráðið því með beinum hætti hvor af tveimur félögum þeirra fær sæti á Alþingi og í þingflokki viðkomandi flokks.

Sé þetta skoðað enn nánar koma í ljós fleiri og ískyggilegri vandræði. Til dæmis geta þingmenn Sjálfstæðisflokksins haft í hendi sér örlög nýs þingmanns, sem í starfi sínu sem blaðamaður hefur gert bæði formanninum og flokknum fleiri skráveifur en nokkur annar blaðamaður í okkar samtíma,“ segir hún.

Aðalheiður bendir á að þetta sé fordæmalaus staða sem við sitjum nú frammi fyrir.

„Þessi staða; annars vegar vald þeirra einstaklinga sem skipa hið nýja þing og hins vegar óvissan sem nagar þau tíu þingmannsefni sem dansa á línunni, opinberar hve stórkostlega hugsað fyrirbærið lýðræði er. Og hve viðkvæmt.

Hún dýpkar skilning okkar á kjósendum sem fyrirbæri. Hve mikilvæg einkenni persónuleysis og ábyrgðarleysis á niðurstöðunni eru fyrir hugmyndina um lýðræði og framkvæmd þess.

Það verður brekka að finna leið út úr þeim vanda sem nú þarf að leysa. Allar leiðir virðast vondar og hver og ein gefur fyrirheit um frekari vandræði, verði hún valin,“ segir hún.

Leiðarann í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Í gær

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Í gær

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Í gær

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“