fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Fjárnám var gert í húsinu við Kaldasel viku fyrir brunann – Sterkur grunur um kannabisræktun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 13:22

Frá brunanum eftir að kviknaði að nýju í þaki hússins. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi hússins að Kaldaseli í Breiðholti, sem er gjörónýtt eftir eldsvoða þann 25. janúar, heitir Haraldur Rafn Pálsson og hefur starfað sem lögfræðingur.

Haraldur, sem er 33 ára gamall, keypti húsið þann 8. september 2020. Kaupverðið var 79,9 milljónir kr. en húsið er rúmlega 240 fermetrar að stærð. Verðið er nokkuð undir fasteignamati en fasteignamat er oftast töluvert lægra en markaðsverð. Við kaupin greiddi Haraldur 27,9 milljónir með peningum en 52 milljónir með lánsfé.

Fjárnám var nýlega gert í húsinu vegna skuldar við Sýslumannsembættið á Norðurlandi upp á 306 þúsund krónur. Raunar var því þinglýst aðeins viku fyrir brunann, þann 18. janúar þessa árs.

Samkvæmt frétt á Vísir.is í morgun er eldsvoðinn í Kaldseli rakinn til kannabisræktunar.

Engum húsaleigusamningi hefur verið þinglýst á eignina og raunar ber einlæg og opin Facebook-færsla Haraldar um eldsvoðann þess merki að hann hafi búið í húsinu sjálfur frá því hann festi kaup á því í haust.

Í færslunni segir Haraldur: „Eins og eflaust margir vita þá lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa húsið mitt sem ég hafði nýlega fest kaup á, ásamt öllu mínu innbúi í eldsvoða þann 25. jan s.l. Þessi atburður markaði mikil og djúpstæð áhrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu vaknaði ég uppúr værum svefni og náði naumlega að átta mig á aðstæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reykeitrun og nokkrar skrámur. Aðeins nokkrar sekúndur réðu þar úrslitum og á tímabili hélt ég að þetta væru mín örlög og endir.“

Í færslunni hvetur Haraldur alla til að hlúa að eldvörnum.

Ekki hefur náðst í Harald í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

https://www.facebook.com/haraldur.palsson/posts/10226457420449643

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Í gær

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“