DV greindi frá því á fimmtudaginn í síðustu viku að karlmaður hafi fundist hreyfingarlaus í sundlaug Sundhallar Reykjavíkur. Lögregla og sjúkralið var kallað út vegna mannsins en heimildir DV herma að að maðurinn, sem var rúmlega þrítugur, hafi verið dreginn upp úr lauginni af sundlaugarvörðum sem reyndu endurlífgun.

Karlmaðurinn er nú látinn en Fréttablaðið greindi frá andlátinu. Í frétt Fréttablaðsins af málinu kemur fram að maðurinn hafi legið í 6 mínútur á botni sundlaugarinnar. Þá var rætt við aðstanda um atvikið en sá sagði að margar spurningar vakni í tengslum við það. Sérstaklega spurningin um það hvers vegna enginn hafi verið að vakta laugina á þessum tíma. Aðstandandinn telur að hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlátið.