Þriðjudagur 09.mars 2021
Fréttir

Fingralangur nágranni frá helvíti – Sagður hafa látið til skarar skríða í Hlíðunum og Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 15:55

Samsett mynd. Héraðsdómur og höggborvél. Óvíst er hvaða gerð af höggborvél var stolið í þessu máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður af erlendu bergi brotinn hefur verið ákærður fyrir skrautlegan þjófnað, meðal annars frá nágrönnum sínum. Ekki hefur tekist að birta manninum ákæru og er hún þess vegna birt í Lögbirtingablaðinu.

Maðurinn, sem er 23 ára gamall, er sagður hafa brotist inn í kjallaraíbúð í sama húsi og hann er skráður til heimilis í, í Hlíðahverfi í Reykjavík, og stolið þar margskonar búnaði: Fartölvu, fjórum ljósmyndavélum, heyrnatólum, sólgleraugum og GPS staðsetningartæki. Auk þess er hann sagður hafa stolið 10.000 krónum í reiðufé úr íbúðinni.

Þá er maðurinn sakaður um að hafa stolið höggborvél og aukarafhlöðu, samtals að verðmæti um 116 þúsund krónur, frá Stéttarfélaginu ehf. að Breiðhellu í Hafnarfirði.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. mars næstkomandi. „Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum,“ segir í fyrirkallinu sem birt er í Lögbirtingablaðinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk alvarlegt taugaáfall eftir að málið var fellt niður – Níu konur kæra ríkið fyrir niðurfellingu ofbeldismála

Fékk alvarlegt taugaáfall eftir að málið var fellt niður – Níu konur kæra ríkið fyrir niðurfellingu ofbeldismála
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú smit um helgina

Þrjú smit um helgina
Fréttir
Í gær

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu

Mögulegt hópsmit af breska afbrigðinu gæti verið í uppsiglingu
Fréttir
Í gær

Jóhanna segist hafa lent í pípara og leigjanda frá helvíti – „Ég fékk lögregluna í Keflavík til að hreinsa þetta út“

Jóhanna segist hafa lent í pípara og leigjanda frá helvíti – „Ég fékk lögregluna í Keflavík til að hreinsa þetta út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna