Þriðjudagur 02.mars 2021
Fréttir

Trump sagður ætla að náða 100 manns á morgun – Biden tekur við á miðvikudag

Heimir Hannesson
Mánudaginn 18. janúar 2021 17:00

mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því í dag að Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætli að náða um eða yfir eitt hundrað einstaklinga á morgun, þriðjudag. Morgundagurinn er jafnframt síðasti fulli dagur hans í embætti Bandaríkjaforseta, en Joe Biden tekur við Hvíta húsinu í hádeginu á miðvikudaginn, klukkan fimm síðdegis hér heima á Íslandi.

Á meðal þeirra sem hann er sagður ætla að náða eru hvítflibbaglæpamenn, rapparar og fleiri, en á listann vantaði eitt nafn sem margir bjuggust við að sjá þar, hans eigið.

Stjórnarskrá Bandaríkjanna veitir forsetanum vald til þess að náða eða draga úr refsingu sem alríkisdómstólar hafa dæmt. Það er í sjálfu sér engin nýlunda að forsetar Bandaríkjanna noti þetta vald. Er það oft gert til þess að styðja við eða vekja athygli á pólitískum málum, til dæmis með því að náða fólk sem hlotið hefur þunga dóma fyrir fíkniefnabrot án beitingu ofbeldis. Má finna nokkur dæmi um slíkar náðanir á lista Trumps. Þar má jafnframt sjá bandamenn bandamanna sinna, og er Trump þar greinilega að gera sínu fólki greiða á lokametrum forsetaembættisins.

Mikið hefur verið rætt um möguleika Trump á að náða sjálfan sig, en skiptar skoðanir eru á því hvort og þá hvaða gildi slík náðun hefði. Ljóst er þó að hann getur ekki náðað sig fram í tímann fyrir glæpi sem saksóknarar einstakra ríkja myndu ákæra fyrir.

Þá er Trump sagður hafa ætlað að náða lögmann sinn, börnin sín og tengdabörn. Þá hafa fjölmargir einstaklingar tengdir Trump og hans pólitíska ferli hlotið dóma fyrir ýmsa glæpi er tengjast framboði Trumps og forsetatíð hans. Suma hefur Trump þegar náðað, en eitt nafn situr eftir: Steve Bannon. Bannon er ekki sagður vera á listanum.

Donald Trump var enn fremur sagður hafa ætlað að skilja eftir talsverðan fjölda af tilskipunum í gildi, en að því er kemur fram á CNN, er ólíklegt að flest þeirra verði kláruð enda þarfnast slíkar tilskipanir talsverðs undirbúnings og afar fáir embættismenn eru eftir í Hvíta húsinu. Ólíklegt er að svo fáar hendur nái að vinna svo mikið verk. Er Trump því sagður þurfa að forgangsraða verkefnum sem hann vill klára á síðustu dögum sínum í embætti. Við bætist að Trump hefur eytt síðustu dögum í sjálfskipaðri einangrun í vistarverum sínum í Hvíta húsinu eftir að Twitter bannaði hann í kjölfar óeirðanna og fulltrúadeildin ákærði til embættismissis. Hefur Trump ekki viljað ræða við neinn utan síns nánasta hrings. Áður en til óeirðanna kom var enn fremur sagt að ekkert kæmist að hjá forsetanum nema að halda völdum, fá úrslit kosninganna felld úr gildi eða fá atkvæðagreiðslu kjörmannanna breytt.

Sem fyrr segir missir forsetinn öll sín völd á slaginu 12:00 á miðvikudaginn næsta, að staðartíma. Fyrir það þurfa allar tilskipanir og náðanir að liggja fyrir, undirritaðar og fullkláraðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp

Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt

Dæmdir til að borga upp feitan yfirdrátt – Bensinn og loftpessurnar dugðu skammt
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi

Segir að kanna þurfi möguleika á gosi
Fréttir
Í gær

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“

Þórólfur ekki hrifinn af hugmynd Jóns Ívars – „Menn geta haft allskonar mismunandi skoðanir á þessu“
Fréttir
Í gær

Hrinan heldur áfram og stærsti skjálftinn gæti verið eftir

Hrinan heldur áfram og stærsti skjálftinn gæti verið eftir
Fréttir
Í gær

Guðbjörg ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum

Guðbjörg ráðin forstöðukona Framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum
Fréttir
Í gær

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins

Jón Ívar vill breytingu á bólusetningum til að flýta endalokum heimsfaraldursins