fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. janúar 2021 17:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylusalinn Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er allt annað en sáttur við bæjaryfirvöld á Akureyri.

Ástæðan er sú að skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðni hans um að setja upp sjálfsala fyrir samlokur í bænum eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. RÚV greindi frá málinu á vef sínum í dag.

Tomasz vildi fá að gefa fólki tækifæri til þess að kaupa sér mat án þess að koma nálægt öðrum í ljósi þess að heimsfaraldurinn vegna Covid-19 geisar enn.  Bara snertilaus þjónusta. Svo er líka lítið að gera í pylsuvagninum núna svo ég vildi reyna að hjálpa rekstrinum. Akureyrarbær gefur mér ekki leyfi fyrir þessu og ég hreinlega veit ekki af hverju,“ sagði Tomasz í samtali við RÚV um málið.

Tomasz sendi inn erindi til skipulagsráðs í byrjun desember á síðasta ári og óskaði þar eftir því að fá að setja sjálfsalann upp. Sjálfsalinn sem um ræðir átti að selja tilbúnar samlokur. Þá er sjálfsalinn ekki svo stór, einungis tveir fermetrar og átti að standa við hlið pylsuvagnsins sem Tomasz rekur.

Sjálfssalinn átti einungis að selja heitar samlokur, ekki neitt annað. „Ekki áfengi eða Coca Cola þannig að ég er að hugsa um börn líka. Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki að setja þetta upp. Ég er eiginlega bara mjög reiður,“ segir Tomasz.

Á miðvikudaginn í þessari viku var beiðni Tomaszar hafnað af skipulagsráði Akureyrar. Samkvæmt Þórhalli Jónssyni, bæjarfulltrúa og formanni skipulagsráðs, eiga sjálfsalar ekki heima í miðbæ Akureyrar. „Við viljum ekki fylla bæinn af sjálfsölum, við fengum beiðni um að sett yrði upp boxpúðatæki í bæinn um daginn og því var líka hafnað. Við viljum ekki hafa svona lagað í miðbænum,“ sagði Þórhallur um málið í samtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“