fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. janúar 2021 17:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylusalinn Tomasz Piotr Kujawski, sem á og rekur pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri, er allt annað en sáttur við bæjaryfirvöld á Akureyri.

Ástæðan er sú að skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðni hans um að setja upp sjálfsala fyrir samlokur í bænum eftir að skipulagsráð hafnaði beiðni hans um að setja upp samlokusjálfsala í bænum. RÚV greindi frá málinu á vef sínum í dag.

Tomasz vildi fá að gefa fólki tækifæri til þess að kaupa sér mat án þess að koma nálægt öðrum í ljósi þess að heimsfaraldurinn vegna Covid-19 geisar enn.  Bara snertilaus þjónusta. Svo er líka lítið að gera í pylsuvagninum núna svo ég vildi reyna að hjálpa rekstrinum. Akureyrarbær gefur mér ekki leyfi fyrir þessu og ég hreinlega veit ekki af hverju,“ sagði Tomasz í samtali við RÚV um málið.

Tomasz sendi inn erindi til skipulagsráðs í byrjun desember á síðasta ári og óskaði þar eftir því að fá að setja sjálfsalann upp. Sjálfsalinn sem um ræðir átti að selja tilbúnar samlokur. Þá er sjálfsalinn ekki svo stór, einungis tveir fermetrar og átti að standa við hlið pylsuvagnsins sem Tomasz rekur.

Sjálfssalinn átti einungis að selja heitar samlokur, ekki neitt annað. „Ekki áfengi eða Coca Cola þannig að ég er að hugsa um börn líka. Ég skil ekki af hverju ég fæ ekki að setja þetta upp. Ég er eiginlega bara mjög reiður,“ segir Tomasz.

Á miðvikudaginn í þessari viku var beiðni Tomaszar hafnað af skipulagsráði Akureyrar. Samkvæmt Þórhalli Jónssyni, bæjarfulltrúa og formanni skipulagsráðs, eiga sjálfsalar ekki heima í miðbæ Akureyrar. „Við viljum ekki fylla bæinn af sjálfsölum, við fengum beiðni um að sett yrði upp boxpúðatæki í bæinn um daginn og því var líka hafnað. Við viljum ekki hafa svona lagað í miðbænum,“ sagði Þórhallur um málið í samtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“