fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Hanna Björg fer í framboð – „Kennarastarfið er mikilvægasta starfið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 19:13

Mynd: hannarakelphotography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna beittrar gagnrýni sinnar á forystu KSÍ í tengslum við kynferðisbrotamál sem þögguð voru niður. Hún hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Sjá einnig: Nærmynd:Hver er þessi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir?

Hanna greinir frá þessu sjálf í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. „Ef kennarar veita mér traust og þá er ég fús, viljug og áhugasöm um að leiða kennarastéttina næstu fjögur árin.
Ég hef starfað með forystu framhaldsskólakennara lengur en ég man – farið í gegnum samninga, ósætti, sigra og ósigra. Sú reynsla og þekking á Kennarasambandinu er dýrmæt og ég tel að hún muni nýtast mér í frekara starf innan sambandisins og í þágu kennara,“ segir Hanna í færslunni.

„Allir kennarar á öllum skólastigum eru mikilvægir og ég mun sannarlega gera mér far um að vera málsvari allra. Frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft áhuga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjaramálum stéttarinnar. Það verður leiðarstef mitt ef kennarar treysta mér til forystu. Grundvöllur kraftmikillar kjarabaráttu er sterk sjálfsmynd stéttarinnar og rík fagvitund. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra