fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Undir áhrifum fíkniefna á stolnum bílaleigubíl

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 3. september 2021 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fyrr í vikunni reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda auk þess sem hann ók stolinni bílaleigubifreið. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþega í bifreiðinni. Í henni fundust munir, magnari, fartölva og GPS-tæki, sem lögregla telur vera þýfi. Þá fannst amfetamín í fórum farþegans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Annar ökumaður ók ölvaður og sviptur ökuréttindum. Bifreiðin sem hann ók var skráð í akstursbann en var þó með skoðunarmiða 2022. Ökumaðurinn kvaðst hafa keypt miðann og sett á bifreiðina. Skráningarnúmer voru því fjarlægð af henni.

Á annan tug ökumanna voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Fáeinir þeirra voru ýmist með útrunnin ökuréttindi eða höfðu verið sviptir þeim. Sá sem hraðast ók mældist á 136 km hraða á Reykjanesbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“