fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

„Þegar upp er staðið blasir við sú vanvirðing sem íslenskum konum hefur verið sýnd í öllu þessu ferli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 27. ágúst 2021 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðahópurinn „Aðför að heilsukvenna“ mun eiga stuttan fun við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag, en hópurinn hefur harðlega gagnrýnt framkvæmd flutning leghálsskimana frá Krabbameinsleitarstöðinni yfir til Heilsugæslunnar undanfarin misseri.

Hópurinn telur flutninginn ekki hafa verið nægilega undirbúinn sem hafi bitnað á konum sem margar hafi mátt bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu leghálsskimunar við mikla óvissu.

„Undanfarið hálft ár hefur fjöldi manns vakið athygli á afleiðingum af breyttu fyrirkomulagi á skimun fyrir leghálskrabbameini. Fjöldi kvenna hefur mátt þola bið í mikilli óvissu og óljós svör heilbrigðisyfirvalda. Slík framkvæmd er með öllu óboðleg, bæði konum og aðstandendum þeirra sem og læknum þeirra á árinu 2021,“ segir í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í morgun.

„Í byrjun júlí sl. tóku nokkrar konur sig saman til að reyna enn að fylgja því eftir að framkvæmdin yrði bætt og komið til móts við notendur þjónustunnar með styttri biðtíma og skýrari leiðbeiningum varðandi niðurstöður.

Miklum fjárhæðum hefur nú þegar verið varið í ófullnægjandi og ófullburða kerfi. Vandamálin stafa ekki hið einasta af því að rannsóknirnar voru fluttar til Danmerkur. Stærsta vandamálið stafar augljóslega af óafsakanlegum skorti á undirbúningi breytinganna. Enn þá virðist ekki kominn í gagnið heilbrigðisgagnagrunnur sem heldur utan um sýnin, greinir niðurstöður og miðlar ráðleggingum um meðferð og endurkomu eftir því sem við á. Enn eru gefin þau svör að tafir við miðlun upplýsinga stafi af því að skrá þurfi upplýsingar handvirkt í íslenskt tölvukerfi. Ljóst er að hvorki heilbrigðisráðuneytið né heilsugæslan hafa metið umfangið á þeim breytingum sem gerðar voru og staða verkefnisins er því miður enn ekki á þeim stað sem notendur þjónustunnar gera kröfu um og lög um sjúklinga nr. 74/1997 áskilja.“

Hópurinn bendir á að þrátt fyrir gagnrýni sé ekki en búið að greiða úr málinu. Tilraunir hópsins til að ná eyrum ráðamanna hafi gengið hægt, svör hafi verið ófullnægjandi og jafnvel séu dæmi um það sem hópurinn telur eftiráskýringar.

„Óhætt er að fullyrða að enn er ekki búið að greiða úr þessu máli. Við undirritaðar sendum þann 13. júlí sl. bréf til heilbrigðisráðherra þar sem spurt var um stöðu málsins og undirbúning að þeim breytingum sem heilbrigðisráðherra lofaði í byrjun júlí að yrðu gerðar. Nú sex vikum síðar eftir að erindi hefur verið ítrekað hefur loks borist svar. Ekki þarf að orðlengja almenn stjórnvaldsfyrirmæli um málshraða og rétt almennings til aðgangs að upplýsingum.

Þetta svarbréf teljum við ekki fullnægjandi, svörin voru máttlaus og fækkaði ekki spurningum okkar. Nú er enn bætt við nýrri skýringu á stöðunni og talað um að samkvæmt skýrslu frá EL hafi verið alvarleg gæðavandamál hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem hafi orðið til þess valdandi að samið hafi verið við rannsóknastofuna í Hvidovre. Þetta er eftir á skýring sem við teljum að standist ekki skoðun.“

Jafnframt liggi ekki fyrir fullnægjandi áætlanir fyrir framhaldið.

„Þá liggur engin skýr tímasett áætlun né tímalína fyrir. Það er öllum ljóst að þessar þarfagreiningar hefði átt að gera fyrir tveimur árum, í stað þess er verið að vinna hana í um níu mánuðum eftir að breytingarnar gengu í garð.

Líkt og kom fram í svarbréfi heilbrigðisráðuneytisins á því verkefni ekki að ljúka fyrr en í september 2021 og þá er eftir að uppfæra viðeigandi gagnagrunna sem tekur sjálfsagt töluverðan tíma ef litið er til þarfagreiningarinnar. Þegar upp er staðið blasir við sú vanvirðing sem íslenskum konum hefur verið sýnd í öllu þessu ferli. Einnig kemur fram í umræddu svarbréfi að samræður séu við ytri hagsmunaaðila en notendur þjónustunnar eru hvergi nefndar á nafn, þó má ætla það að notendur þjónustunnar séu raunverulega stærstu hagsmunaaðilarnir.“

Hópurinn gerir þá kröfu að konur séu hafðar með í ráðum í framhaldinu, að á þær verði hlustað, breytingar verði vel kynntar og konur upplýstar.

„Í álitsgerð meirihluta fagráðs (“Skimun fyrir krabbameini í leghálsi”, 09.01.2020) var talað um að konur yrðu hafðar með í ráðum. Upplýsingar um breytingar á þjónustunni hefur skort, ákvörðunarvald kvenna skert og traust hefur verið brotið. Grundvallaratriði til að endurheimta traust til þjónustunnar er að konur séu hafðar með í ráðum, á þær verði hlustað, breytingar verði vel kynntar og konur upplýstar. Það er engin skimun án kvenna. Öryggi, gæði og mannvirðing eru grundvallaratriði í þessari nálgun.

Þessu verður fylgt eftir á stuttum fundi með heilbrigðisráðherra föstudaginn 27. ágúst við heilbrigðisráðuneytið klukkan 13:00.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara