Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenskan karlmann í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en hann var gripinn á Reykjavíkurflugvelli veturinn 2019, með naumlega hálft kíló af hassi.
Það voru tollverðir sem gerðu fíkniefnin upp. Þau höfðu verið geymd innanklæða, eða límd við kvið sér.
Um var að ræða 443.03 grömm af hassi. Maðurinn ætlaði hann með til Nuuk, höfuðborgar Grænlands, en þar er talið að hann hafi ætlað að selja þau. Maðurinn var sakfelldur fyrir vörslu efnanna, enda einungis að sjá í íslenskum rétti að ólöglegt sé að flytja efni úr landi, en ekki inn.
Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á langan sakaferill að baki, en frá árinu 2007, hefur hann hlotið 5 refsidóma, meðal annars fyrir líkamsárásir, þjófnað, umferðarlagabrot, manndrápstilraun og fíkniefnalagabrot.