fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Íslenski költleiðtoginn glímir við krabbamein – „Þú átt sex mánuði eftir ólifaða“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 15:00

Guðni Guðnason og eiginkona hans Eiko

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli fyrr í sumar þegar bandaríski fjölmiðillinn Vice svipti hulunni af alþjóðlegum skóla Íslendingsins Guðnar Guðnasonar, The Modern Mystery School, þar sem því er haldið fram að um einskonar „költ“ sé að ræða þar sem peningar og kynlíf eru aldrei langt undan, eins og sagt var í frétt RÚV.

Guðni býr og starfar í Japan en skóli hans teygir anga sína víða um heim. Grein Vice byggðist að stórum hluta á umfangsmikilli grein DV frá árinu 2016 þar sem farið var yfir ótrúlegt lífshlaup Guðna og vafasama leyndardóma hans.

Árásirnar einkennist af afbrýðisemi

Guðni er afar virkur á Facebook en brást ekki við ásökunum Vice með nokkrum hætti. Hann hefur þó síðar minnst á það í færslum sínum að hann verði oft sinnis fyrir árásum en að þær megi rekja til afbrýðisemi annarra.

Í dramatískri færslu sem ber yfirskriftina „Þú átt sex mánuði eftir ólifaða“ sem Guðni birti í vikunni lýsir hann komandi baráttu sinni við krabbamein.

Frásögnin byrjar á því að Guðni hafi fyrir 40 árum lesið sér til um prótínið interferon  sem að hans sögn getur grætt allt, þar á meðal krabbamein og mögulega Covid-19.

„Ég var heillaður og safnaði hverri einustu grein sem ég fann á Íslandi og í London. Loksins fann ég síðan læknastofu [í Japan] sem var tilbúin í að dæla efninu í mig og bæta þar með ónæmiskerfi mitt,“ skrifar Guðni.

Til þess að mega undirgangast meðferðina þurfti Guðni að sýna fram á að hann þjáðist ekki af  krabbameini sem hann og gerði ásamt Eiko, japanskri eiginkonu sinni.

Dauðadómur í stutta stund

Skömmu síðar tilkynnti japanskur læknir honum í gegnum Zoom að krabbamein á fjórða stigi hefði dreifst um allan líkama Guðna og að hann ætti sex mánuði eftir ólifaða.

Eðli málsins samkvæmt var um gríðarlegt áfall að ræða fyrir hjónin og því tóku við svefnlausar nætur. Í kjölfarið tóku við frekari rannsóknir á öðrum spítala sem leiddu í ljós að ástandið var ekki eins alvarlegt og í fyrstu var haldið. Guðni var vissulega með illvígt krabbamein í blöðruhálskirtli en það var enn staðbundið.

„Ég var brjálaður út í fyrsta lækninn sem ég leitaði til. Af hverju lét hann mig ganga í gegnum þetta að ástæðulausu,“ skrifar Guðni.

Hann segist byrja í krabbameinsmeðferð í næstu viku. „Ég held að ég muni ekki líta illa út sköllóttur,“ skrifar Guðni og slær á létta strengi.

„Ég er kominn í Krabbameinsklúbbinn en ég mun ekki gefast upp. Ég mun berjast gegn þessu sníkjudýri sem hefur gert innrás inn í líkama minn því þegar allt kemur til alls er ég stríðsmaður. Ég elska ykkur öll og ég elska Eiko, ég elska lífið og vinnuna mína og ég ætla að vera til staðar eins lengi og ég get,“ skrifar Guðni með tilfinningaríkum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm