fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ingó Veðurguð fjarlægður úr kynningarefni Grease-tónleikasýningar – „Eru allir búnir að gleyma“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, átti að fara með hlutverk töffarans Danny Zuko á tónleikasýningu Nordic Live Events með lögum úr söngleiknum Grease, en nú er óvíst hvort að af því verði.

Inn á Facebook-síðu sem gerð var fyrir viðburðinn er ekki lengur minnst á Ingó og ekki tekið fram fram hver muni syngja hlutverk Dannys. Eins hefur myndinni sem áður var notuð við viðburðinn, sem áður var af þeim Ingó og Jóhönnu Guðrúnu, verið skipt út. Miðasalan tix.is hefur jafnframt fjarlægt viðburðinn af síðu sinni.

Í samtali við mbl.is segir framkvæmdastjóri Tix að tilkynningar sé að vænta vegna málsins eftir helgi og vildi hún ekki tjá sig um hver yrði Danny Zuko á tónleikasýningunni sem haldin verður 23. október.

Aðstandendur sýningarinnar hafa undanfarið mætt gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir vera enn að auglýsa tónleikasýninguna með Ingó í aðalhlutverki, eftir að Ingólfur var ásakaður í rúmlega 30 nafnlausum sögum um að hafa ítrekað brotið á konum kynferðislega, áreitt þær eða misboðið.

Í ljósi þess sem að ofan er farið yfir eru líkur á því að einhver annar en Ingó Veðurguð muni klæðast leðurjakkanum á sýningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm