Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, átti að fara með hlutverk töffarans Danny Zuko á tónleikasýningu Nordic Live Events með lögum úr söngleiknum Grease, en nú er óvíst hvort að af því verði.
Inn á Facebook-síðu sem gerð var fyrir viðburðinn er ekki lengur minnst á Ingó og ekki tekið fram fram hver muni syngja hlutverk Dannys. Eins hefur myndinni sem áður var notuð við viðburðinn, sem áður var af þeim Ingó og Jóhönnu Guðrúnu, verið skipt út. Miðasalan tix.is hefur jafnframt fjarlægt viðburðinn af síðu sinni.
Í samtali við mbl.is segir framkvæmdastjóri Tix að tilkynningar sé að vænta vegna málsins eftir helgi og vildi hún ekki tjá sig um hver yrði Danny Zuko á tónleikasýningunni sem haldin verður 23. október.
Aðstandendur sýningarinnar hafa undanfarið mætt gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir vera enn að auglýsa tónleikasýninguna með Ingó í aðalhlutverki, eftir að Ingólfur var ásakaður í rúmlega 30 nafnlausum sögum um að hafa ítrekað brotið á konum kynferðislega, áreitt þær eða misboðið.
Í ljósi þess sem að ofan er farið yfir eru líkur á því að einhver annar en Ingó Veðurguð muni klæðast leðurjakkanum á sýningunni.
Slaufunarmenningin skuuuuh! pic.twitter.com/v53ogCrCUh
— Ólöf Tara (@OlofTara) August 22, 2021
🎶 Tell me more, tell me more, did she put up a fight? 🎶 pic.twitter.com/Wa4Ah3k2SC
— Sindri Þór (@sindri8me) August 23, 2021
Þú, Björgvin Þór Rúnarsson og Nordic Live Event ætlið ss að senda þolendum þessa meinta ofbeldismanns eitt stórt fuck you í andlitið til að græða pening. Hversu sálarlaus er hægt að vera? Já og Jóhanna, nú er komið að þér að hætta að starfa með meintum ofbeldismönnum!Just stop! https://t.co/e7IpUAoDv7
— Hulda Hrund (@hulda_hrund) August 22, 2021
Veðurguð þráir aðeins sýningar með einföldum söguþræði sem gengur upp. Eins og söguþráðurinn “ásakaður um fjölda kynferðisbrota, stígur til hliðar, hugsar sinn gang, gerist betri manneskja, sýnir auðmýkt, biðst afsökunar, leitar sér hjálpar” Nei. Bíddu. Hvernig var þetta aftur? pic.twitter.com/pQjeChw2an
— Lara Gudrun Joh (@larayoh) August 22, 2021
Ætlar Jóhanna G bara án gríns upp á svið með þessum manni aftur? https://t.co/3mDJq6drRn
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) August 22, 2021