fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Skiptum lokið í gjaldþroti eins stærsta minkabús landsins: 166 milljón krónur í lýstar kröfur

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 14:00

Minkar í búri Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi loðdýrabúsins Mön ehf. en tilkynning þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í morgun. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í september 2019 og því tók uppgjörið rúm tvö ár.

Loðdýrabúið, sem var stofnað árið 1997, var staðsett á jörðinni Ásum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og var í eigu hjónanna Kristínar Sigurðardóttir og Stefáns Guðmundssonar. Alls hýsti búið um 5.000 læður en gróft áætlað framleiddi fyrirtækið um 25 þúsund minkaskinn árlega. Þá lögðu forsvarsmenn fyrirtækisins mikla áherslu á að taka á móti gestum og kynna starfsemina.

Um tíma árið 2012-2013 höfðu eigendurnir í hyggju að tvöfalda stærð búsins. Af því varð ekki en frá árinu 2014 hófst erfitt rekstrartímabil í loðdýrarækt sem varði í mörg ár. Það tímabil lifði loðdýrabúið Mön ehf. ekki af.

Samkvæmt tilkynningunni í Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur rúmar 166 milljónir króna en kröfuhafar fengu rúmar 32 milljónir króna í sinn hlut.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum