fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sektir á þá sem svindla sér í Strætó geta numið allt að 30 þúsund krónum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 16:19

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýafstöðnu þingi samþykkti Alþingi breytingar á lögum um farþegaflutninga sem gefur flytjendum eins og Strætó heimild til þess að krefja farþega, sem staðnir eru að því að svindla sér inn í vagninn, um sérstakt farþegaálag.

Hugsunin er að framkvæmdin sé sambærileg því sem gerist í lestum erlendis, það er að segja að eftirlitsaðilar fari í strætisvagna af handahófi og biðji einstaklinga að sýna sér staðfestingu á því að fargjaldið hafi verið greitt. Ef farþegi getur það ekki er Strætó heimilt að leggja sekt á viðkomand að hámarki 30.000 kr. en sektin skal þó vera í hlutfalli við miðaverð.

Til nokkurs er að vinna því talið er að Strætó verði af fargjöldum upp allt að 200 milljónum króna á ári vegna þess að farþegar eru að falsa aðgangskort og svindla sér inn í vagnana.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfestir að málið sé í vinnslu innan fyrirtækisins en nauðsynlegt er að Strætó semji sérstakar reglur um útfærslu farþegaálags og fái síðan samþykki Samgönguráðuneytisins á þeim. Síðan þarf að auglýsa breytingarnar í B-deild Stjórnartíðinda svo að reglurnar taki gildi.

Vonir standi til að eftirlitið verði tekið í gagnið um leið og rafrænt aðgöngukerfi verður tekið upp síðar á árinu. Þá munu farþegar þurfa að skanna sig inn í hvern vagn með þrennskonar hætti. Plastkortum eins og tíðkast í mörgum almenningssamgangnakerfum erlendis, í gegnum Strætó-appið eða með sérstökum pappakortum með strikjamerkum sem hægt verður að kaupa í verslunum.

Talið er að sú aðgerð, þar sem hætt verður að treysta á eftirlit vagnstjóra, muni stemma verulega stigu við svindli en að auki verður einhverskonar eftirlit útfært, eins og áður segir.

„Fyrirkomulagið hefur ekki verið ákveðið. En ein hugmynd er sú að við skipuleggjum sérstök átök og sendum út hópa í vagnana á einhverju tímabili,“ segir Guðmundur Heiðar.

Kolbrún Baldursdóttir

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, hefur uppi efasemdir um fyrirætlanirnar. Hún lagði fram bókun um málið á Borgarráðsfundi á dögunum.

Þar kom fram að hún efist um að eltingaleikur sem þessi bæti reksturinn þar sem það kostar að senda eftirlitsaðila inn í vagna til að grípa þá sem hafa svindlað sér um borð. „Er ekki verið að eyða orku í ranga hluti? Væri t.d. ekki nær að beina áherslum á að reyna að draga úr kvörtunum og ábendingum um hvað þarf að laga til að almenningssamgöngur falli betur að fólki og laði fleiri að? Kvartanir/ábendingar 2019 voru 2948 og eru þær fleiri en árið áður,“ bókaði Kolbrún og benti auk þess á að ekki væri sjálfgefið að fólk sem fái sekt borgi hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum