fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ráðist á sjö ára stelpu í Hafnarfirði: „Þetta er eins og klippt úr úr hryllingsmynd“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 23. ágúst 2021 21:19

Gamli Lækjarskóli við Lækjargötu í Hafnarfirði og mynd af skrámu á fótlegg stúlkunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjö ára dóttir mín varð fyrir því að maður reynir að grípa í fótlegginn á henni út úr runna þegar hún var að leika sér með vinkonum við gamla Lækjarskólann,“ segir Ástrós Tinna Þórsdóttir, móðir í Hafnarfirði.

„Hún öskraði og þær hlupu allar í burtu. Dóttir mín er með skrámu á kálfanum eftir þetta. Að sjálfsögðu hringdum við í lögregluna sem kom nánast strax á staðinn og tók skýrslu af þeim. Mér finnst mikilvægt að koma þessu á framfæri þannig að önnur börn lendi ekki í þessu og þannig að mennirnir finnist,“ segir hún.

Dóttir hennar var þarna að leik með bestu vinkonu sinni og systur hennar, en þær búa fyrir ofan Lækjargötu. „Þær tóku eftir tveimur mönnum tala eitthvað saman á íslensku en hugsuðu ekki meira út í það. Annar þeirra fór upp í strætó og þær fóru að leika sér bak við skólann. Þá allt í einu sjá þær að einn runninn hristist, dóttir mín fer að athuga hvað er að gerast og þá var hinn maðurinn þar í felum og greip í fótlegginn á henni, áður en hún náði að forða sér á hlaupum.“

Ástrós segir stelpurnar hafa getað gefið greinargóða lýsingu á mönnunum. Sá sem var í runnanum hafi verið dökkhærður, í rauðri hettupeysu með hvítum töfum, bláum rifnum gallabuxum og svörtum skóm. Hinn maðurinn, sem fór burt í strætisvagni, hafi hins vegar verið ljóshærður. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan fimm síðdegis.

Ástrós segir að stelpurnar hafi fengið mikið hrós fyrir að bregðast rétt við, að öskra og hlaupa í burtu, og fyrir að hafa getað lýst mönnunum svona vel. Þær hafi ekki alveg áttað sig á aldrei þeirra en sagt að þeir væru fullorðnir.

„Þetta er eins og klippt úr úr hryllingsmynd,“ segir hún en eftir ísferð og kósíheit hafi dóttir hennar náð að róast.

Stöðvarstjóri lögreglunnar staðfestir í samtali við DV að þeim hafi borist tilkynning vegna málsins á sjötta tímanum í dag, að stúlkurnar hafi virst nokkuð skelkaðar þegar lögreglu bar að garði og að málið sé til rannsóknar.  Ekkert sé hins vegar vitað um þessa menn að svo stöddu.

Upplýsingafulltrúi Strætó segir lögreglu ekki hafa haft samband vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum