fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Tekjublaðið – Þetta eru íslensku rithöfundarnir með í laun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við höfðatölu getum við Íslendingar verið stoltir af þeim gífurlega mörgu hæfileikaríku einstaklingum sem skipa stétta rithöfunda hér á landi. Ekki er þó alltaf tekið með sældinni að ætla að lifa af skrifunum og sinna því margir okkar helstu rithöfundum ritstörfum í hjáverkum. Ekki getur það hjálpað að aðeins fá örfáir höfundar úthlutað listamannalaunum og þeir sem þau þiggja mega svo sæta harðri gagnrýni almennings fyrir ríkisstyrkinn.

Hér má finna tíu tekjuhæstu rithöfunda landsins samkvæmt tekjublaði DV en vel ber að merkja að um er að ræða laun sem byggja á greiddu útsvarpi á síðasta ári ekki er ljóst hver stór hluti teknanna kemur frá ritstörfum.

Ragnar Jónasson – 2.261.480 kr. 

Ragnar Jónasson er lögfræðingur og einnig einn fremsti spennusagnarithöfundur landsins. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og notið mikilla vinsælda innan sem utan íslenskra landsteina.

Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) – 1.557.292 kr. 

Sjón er margverðlaunaður rithöfundur og skáld. Verk hans hafa verið þýdd á fleiri tugi tungumála og hann hefur oft verið í samstarfi við okkar helstu tónlistarkonu Björk.

Sigtryggur Magnason – 1.513.363 kr. 

Sigtryggur er rithöfundur og aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, en eins og flestir vita er ágætlega vel launað að vera aðstoðarmaður ráðherra. Því má líklega rekja stóran hluta tekna hans á síðasta ári til þeirra starfa.

Rúnar Helgi Vignisson – 1.299.482 kr. 

Rúnar Helgi er rithöfundur, þýðandi og prófessor í ritlist við Háskóla Íslands. Hann hefur stýrt ritlistarnámi við Háskólann um nokkurt skeið en rithöfundar úr því námi hafa verið að láta á sér kveða í íslensku bókmenntalífi undanfarin ár.

Þorgrímur Þráinsson – 1.012.836 kr. 

Þorgrímur var þekktur knattspyrnumaður og blaðamaður þegar hann gaf út sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum, árið 1989. Síðan þá hefur ekkert stoppað hann og hvert verkið komið út á eftir öðru. Hann er margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur og var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013.

Guðjón Friðriksson – 803.357 kr. 

Guðjón er rithöfundur og sagnfræðingur og þrátt fyrir að vera vel kominn á áttræðisaldur er hann hvergi nærri hættur. Hann gaf nýlega út verkið Samvinna á Suðurlandi í fjórum bindum en það fjallar um sögu samvinnufélaga á Suðurlandi.

Arnaldur Indriðason- 772.000 kr. 

Arnald ætti vart að þurfa að kynna fyrir lesendum en um er að ræða einn frægasta glæpasagnahöfund landsins fyrr og síðar. Arnaldur hefur notið mikilla vinsælda hér á landi sem og utan landsteinana og hafa bækur hans verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og hlotið góðar viðtökur erlendis.

Vilborg Yrsa Sigurðardóttir – 706.849 kr. 

Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur. Hún byrjaði rithöfundarferil sinn í barnabókunum en hefur nú getið sér gott nafn sem spennusagnahöfundur og hefur gefið út eina spennusögu á ári síðan árið 2005, nú síðast bókina Bráðin sem tryggði mörgum gæsahúð milli jóla og nýárs á síðasta ári.

Andri Snær Magnason – 654.022 kr. 

Andri Snær er einn af virtustu rithöfundum landsins og hefur sent frá sér skáldverk, barnabækur og fræðirit af fjölbreyttu tagi. Hann hefur einnig verið mikill talsmaður náttúruverndar og barist gegn virkjunum.  Ein vinsælasta barnabók hans, Sagan af bláa hnettinum, var nýlega gerð að söngleik sem sýndur var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

Steinar Bragi Guðmundsson – 646.152 kr. 

Steinar Bragi ætlaði að verða læknir að loknu stúdentsprófi en ákvað 22 ára gamall að skipta yfir í bókmenntafræði og heimspeki. Hann hefur gefið út fjölda ljóðaboka og skáldsagna og hefur vakið athygli fyrir ritstíl sinn sem þykir oft óræður og myrkur. Nýlega kom út eftir hann bokin Truflunin sem er framtíðartryllir þar sem miðbær Reykjavíkur spilar stórt hlutverk.

Aðrir rithöfundar sem fram koma í tekjublaðinu:

  • Páll Valsson – 623.648 kr.
  • Guðbergur Bergsson – 590.768 kr.
  • Þórarinn Eldjárn – 543.742 kr.
  • Huldar Breiðfjörð – 517.151 kr.
  • Páll Ásgeir Ásgeirsson – 503.748 kr.
  • Gerður Kristný Guðjónsdóttir – 502.874 kr.
  • Auður H. Ólafsdóttir – 486.905 kr.
  • Kristín Marja Baldursdóttir – 456.490 kr.
  • Margrét Tryggvadóttir – 452.133 kr.
  • Gunnar Helgason – 418.017 kr.
  • Einar Már Guðmundsson – 348.252 kr.
  • Ólafur Haukur Símonarson – 307.566 kr.
  • Vigdís Grímsdóttir – 303.403 kr.
  • Halldór Armand Ásgeirsson – 265.937 kr.
  • Jónína Leósdóttir – 256.262 kr.
  • Hallgrímur Helgason – 244.907 kr.
  • Kristján Þórður Hrafnsson – 200.092 kr.
  • Bergljót Arnalds – 175.107 kr.
  • Ófeigur Sigurðsson – 167.232 kr.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir – 140.610 kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“