fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Dönsk yfirvöld aðstoðuðu Íslendinga við að flýja Afghanistan- Flugvél lenti í Kaupmannahöfn fyrir stundu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 14:39

Bandarísk herþyrla flýgur yfir Kabúl. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fyrir stundu lenti flugvél frá Afghanistan á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Flugvélin var á vegum danskra yfirvalda og voru alls 131 farþegar um borð. Meirihluti þeirra eru danskir ríkisborgar en einnig voru sænskir og íslenskir ríkisborgar um borð.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur

Þetta kemur fram í Twitter-færslu Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, en í henni segir ráðherrann að dönsk stjórnvöld hafi aðstoðað nágrannaþjóðir sínar við að koma ríkisborgurum landanna í burtu frá Afghanistan.

Um það leyti sem talíbanar náðu völdum í landinu var greint frá því að utanríkisráðuneytið vissi af sjö íslenskum ríkisborgurum í Kabúl, höfuðborg Afghanistan. Um var að ræða tvo starfsmenn Atlantshafsbandalagsins og fimm manna fjölskyldu.

Samkvæmt Svein H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins var ein íslenskt fjölskylda um borð í flugvélinni en tvær íslenskar fjölskyldur eru enn eftir úti. Utanríkisráðuneytið er í sambandi við fjöskyldurnar og eru að vinna að því að koma þeim heim. Fjölskyldan sem var flutt til Danmerkur í dag er komin til Kaupmannahafnar en ekki er ljóst hvenær þau komast alla leið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“