Nú fyrir stundu lenti flugvél frá Afghanistan á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Flugvélin var á vegum danskra yfirvalda og voru alls 131 farþegar um borð. Meirihluti þeirra eru danskir ríkisborgar en einnig voru sænskir og íslenskir ríkisborgar um borð.
Þetta kemur fram í Twitter-færslu Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, en í henni segir ráðherrann að dönsk stjórnvöld hafi aðstoðað nágrannaþjóðir sínar við að koma ríkisborgurum landanna í burtu frá Afghanistan.
Um það leyti sem talíbanar náðu völdum í landinu var greint frá því að utanríkisráðuneytið vissi af sjö íslenskum ríkisborgurum í Kabúl, höfuðborg Afghanistan. Um var að ræða tvo starfsmenn Atlantshafsbandalagsins og fimm manna fjölskyldu.
Samkvæmt Svein H. Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins var ein íslenskt fjölskylda um borð í flugvélinni en tvær íslenskar fjölskyldur eru enn eftir úti. Utanríkisráðuneytið er í sambandi við fjöskyldurnar og eru að vinna að því að koma þeim heim. Fjölskyldan sem var flutt til Danmerkur í dag er komin til Kaupmannahafnar en ekki er ljóst hvenær þau komast alla leið heim.
Evakueringsflyet fra Islamabad til København, der landede for kort tid siden, medbragte 131 passagerer.
På flyet var både evakuerede og myndighedspersoner, samt personer som vi fra dansk side har assisteret Sverige og Island med at evakuere.
I alt 90 evakuerede på flyet.#dkpol
— Jeppe Kofod (@JeppeKofod) August 22, 2021