fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sunnuþon í staðinn fyrir Reykjavíkurmaraþon

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. ágúst 2021 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó svo að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst þá munu AHC samtökin halda svokallað Sunnuþon. Það er 4.2km leið sem fólk getur gengið, hlaupið eða hjólað frá Laugarneskirkju inn í Laugardalinn og til baka. Viðburðurinn fer fram á morgun, laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

AHC samtökin eru að safna fyrir grunnrannsóknum á AHC sjúkdómnum.

Ástæðan fyrir því að viðburðurinn mun bera nafnið Sunnuþon er sá að eini einstaklingurinn á Íslandi með AHC heitir Sunna Valdís Sigurðardóttir og verður hún fremst í flokki í Sunnuþoninu en maraþonið er skemmtilegasti dagur ársins í hennar augum.

Sunna Valdís er 15 ára gömul og þjáist á hverjum degi með krampaköstum og lömunarköstum auk þess að vera þroskaskert og með öll einkenni allra annarra taugasjúkdóma. Í fréttatilkynningunni segir að það stöðvi hana ekki, en hún sé gríðarlega jákvæð manneskja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“