fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Skúli eignast hótel fyrrverandi – Breytir því í einbýlishús með núverandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. ágúst 2021 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen hafa eignast glæsilega fasteign við Bárugötu 11. Um er að ræða 456 fermetra hús þar sem Hótel Hilda hefur rekið 15 herbergja hótel undanfarin ár. Áður hýsti húsið starfsemi gistiheimilisins Ísafoldar.

Fasteignin og hótelreksturinn hafa frá árinu 2013 verið í eigu S9 ehf., félags í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu Skúla. Í sumar eignaðist félagið BG11 ehf. fasteignina. Afsal þess efnis hefur verið þinglýst.

Margrét Ásgeirsdóttir

BG11 ehf. er í helmingseigu Skúla og Grímu Bjargar. Parið beið ekki boðanna og hefur þegar sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til þess að breyta innra skipulagi hússins þannig að það verði ekki lengur gististaður í flokki lll heldur færist yfir í upprunalegt horf sem einbýli. Leyfisbeiðnin var tekin fyrir á síðasta afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur og samþykkt.

Þar kemur fram að Skúli og Gríma Björg hyggist fækka svefn- og baðherbergjum í húsinu sem og að fjarlægja lyftu sem er þar innandyra. Fréttasíða Eiríks Jónssonar greindi fyrst frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“