Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tjáði sig um sóttvarnaraðgerðir vegna heimsfaraldursins í samtali við Mbl.is í kvöld. Þar sagði hún að það væri skylda stjórnvalda að gera allt í sínu valdi til að takmarkanir væru minna íþyngjandi, og að tími væri kominn á að einfalda líf fólks. Haft er eftir henni:
„Okkur ber einfaldlega sú́ skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarkanirnar séu minna íþyngjandi, einfalda líf fólks, nýta tæknina og tækifærin sem eru – en grípa ekki bara til sömu íþyngjandi ráðstafana af því́ að við höfum gert það áður.
Við getum ekki viðhaldið ströngum takmörkunum í öllu samfélaginu nema til að vernda heilsu og öryggi fólks. Það þarf að vera rík ástæða til að setja á og viðhalda ströngum takmörkunum. Því́ lengur sem ástandið varir því́ meiri krafa er að lítta til meðalhófs.“
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, deildi fréttinni á Twitter og þakkaði Áslaugu fyrir. á
Þó voru ekki allar eins sáttar með ummæli ráðherra. Önnur flokkssystir hennar, Sigríður Á Andersen, fyrrverandi, þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tjáði að hún væri ekki á sama máli og Áslaug í athugasemdum fyrir neðan færslu Katrínar. Hún spurði hvort að réttast væri ekki að hætta að íþyngja og flækja líf fólks yfir höfuð.
„Eru menn bara staðráðnir í að viðhalda kvíðanum?“ og „Er ráðherra mannréttindamála að tala fyrir því að til að komast á mannamót þurfi menn að framvísa heilsufarsvottorði?“ voru spurningar Sigríðar, sem svaraði sjálf: „Sama og þegið Áslaug Arna,“ Auk þess sendir hún Áslaugu tvo „emojia“, annar sýnir brotið hjarta og hinn þumalputta sem vísar niður.
Er ráðherra mannréttindamála að tala fyrir því að til að komast á mannamót þurfi menn að framvísa heilsufarsvottorði?
Sama og þegið @aslaugarna 👎💔— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) August 20, 2021