fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Sigríður sendir Áslaugu brotið hjarta – „Sama og þegið Áslaug Arna“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. ágúst 2021 22:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tjáði sig um sóttvarnaraðgerðir vegna heimsfaraldursins í samtali við Mbl.is í kvöld. Þar sagði hún að það væri skylda stjórnvalda að gera allt í sínu valdi til að takmarkanir væru minna íþyngjandi, og að tími væri kominn á að einfalda líf fólks. Haft er eftir henni:

„Okkur ber einfaldlega sú́ skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarkanirnar séu minna íþyngjandi, einfalda líf fólks, nýta tæknina og tækifærin sem eru – en grípa ekki bara til sömu íþyngjandi ráðstafana af því́ að við höfum gert það áður.

Við getum ekki viðhaldið ströngum takmörkunum í öllu samfélaginu nema til að vernda heilsu og öryggi fólks. Það þarf að vera rík ástæða til að setja á og viðhalda ströngum takmörkunum. Því́ lengur sem ástandið varir því́ meiri krafa er að lítta til meðalhófs.“

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, deildi fréttinni á Twitter og þakkaði Áslaugu fyrir. á

Þó voru ekki allar eins sáttar með ummæli ráðherra. Önnur flokkssystir hennar, Sigríður Á Andersen, fyrrverandi, þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tjáði að hún væri ekki á sama máli og Áslaug í athugasemdum fyrir neðan færslu Katrínar. Hún spurði hvort að réttast væri ekki að hætta að íþyngja og flækja líf fólks yfir höfuð.

„Eru menn bara staðráðnir í að viðhalda kvíðanum?“ og „Er ráðherra mannréttindamála að tala fyrir því að til að komast á mannamót þurfi menn að framvísa heilsufarsvottorði?“ voru spurningar Sigríðar, sem svaraði sjálf: „Sama og þegið Áslaug Arna,“ Auk þess sendir hún Áslaugu tvo „emojia“, annar sýnir brotið hjarta og hinn þumalputta sem vísar niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“