fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Yfirtaka Talibana: Myndband sýnir örvæntingarfullar mæður kasta börnum sínum yfir gaddavírsgirðingu Bandaríkjahers í Kabúl

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 22:00

mynd/skjáskot Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afleiðingar yfirtöku Talibana á höfuðborg Afganistans héldu í dag áfram að vekja óhug en í dag birtist myndskeið af mæðrum varpa börnum sínum í fang breskra hermanna, yfir gaddavírsgirðingu sem reist hefur verið í kringum flugvöllinn í Kabul.

Flugvöllurinn er enn undir stjórn herja NATO ríkjanna, en Bandaríkin, Bretar, Þjóðverjar og fleiri ríki hafa nú sent þúsundir hermanna á síðustu dögum til þess að halda yfirráðum yfir flugvellinum og koma þar á röð og reglu til þess að hægt sé að flytja íbúa ríkjanna burt auk þeirra Afgana sem störfuðu fyrir NATO ríkin í stríðinu.

Í vikunni birtust myndbönd af fólki hangandi utan á flugvélum Bandaríkjahers er þær hófu sig til lofts á flugvellinum. Þá kom seinna í ljós að líkamsleifar fundust í hjólastelli þeirrar sömu flugvélar. Allri starfsemi á flugvellinum var síðar lokað á meðan hermenn komu á reglu á ný.

Hluti af aðgerð hermannanna var að reisa í kringum flugvöllinn stærðarinnar gaddavírsgirðingu sem á að hindra að óviðkomandi einstaklingar komist inn á flugvallarsvæðið. Þar fyrir utan hafa Talibanar reist hindranir sem eiga að koma í veg fyrir að Afgönum takist að flýja landið, en flugvöllurinn er eina leiðin burt úr borginni í dag.

Þúsundir eru nú fastir á milli hersveita Talibana og gaddavírsgirðinga NATO ríkjanna. Hefur þar myndast gríðarleg óreiða, líkt og sjá má hér að neðan.

Á myndbandinu sést þegar börnum er lyft upp yfir mannhafið og þeim svo varpað í átt að hermönnunum hinum megin við gaddavírsgirðinguna. Segir New York Post frá því að fjölmörg dæmi hafi verið um einmitt þetta í gær og í dag. Hefur NYP eftir breskum hermanni sem er staddur á flugvellinum í Kabul að konurnar hafi öskrað „bjargið börnunum“ og kastað svo ungabarni í fang hermannanna. „Sum börnin féllu á gaddavírinn.“

„Þetta var hræðilegt, það sem gerðist. Undir lok kvölds var ekki einn maður á meðal okkar sem ekki var grátandi,“ bætti hermaðurinn við.

Afganskt barn um borð í bandarískri herflutningavél. mynd/USCC Public Affairs

Þúsundir bíða nú flutnings frá Afganistan. Samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins í gær gerir flugherinn ráð fyrir því að flytja um tvö þúsund manns á sólarhring frá landinu. Það er langt frá fyrri áætlun flughersins sem gerði ráð fyrir að flytja á milli fimm og níu þúsund á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin