fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Farðu til and­skot­ans; þú ert hel­vít­is asni; þú ert bara djöf­uls­ins fífl. Bíttu í þig og éttu skít o.s.frv“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir S. Gröndal, fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku, er ekki sáttur með það að Íslendingar skuli oft blóta á ensku. Hann segir okkur eiga nóg af góðum blótsyrðum sem hægt er að nota. Hann ræðir þetta í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.

„Vin­sæl­ustu blóts­yrði í enskri tungu eru mörg sótt í kyn­líf og kyn­færi. Af því að land­ar okk­ar eiga það til að apa svo margt eft­ir út­lend­ing­un­um er verið að reyna að troða einu þess­ara ljótu ensku orða inn í okk­ar ástkæra yl­hýra mál. Það er orðið f…g, sem marg­ir lands­menn, sér í lagi þeir yngri, virðast nú nota í tíma og ótíma. Ég er ekki viss um að all­ir not­end­ur þess viti um upp­runa orðsins. En hvað með okk­ar ágætu ís­lensku blóts­yrði? Af þeim eig­um við gnótt og eru þau hvert öðru kjarn­meiri og þjóðlegri,“ segir Þórir og telur upp nokkur góð orð.

Andskotinn, helvíti, djöfullinn, skrattinn, fjárinn og fjandinn eru meðal þeirra orða sem Þórir stingur upp á að nota og sýnir nokkrar skemmtilegar samsetningar.

„Farðu til and­skot­ans; þú ert hel­vít­is asni; þú ert bara djöf­uls­ins fífl. Bíttu í þig og éttu skít o.s.frv. Það er grát­legt að fólk skuli nota er­lent klám-bölv þegar við eig­um öll þessi fögru ís­lensku blóts­yrði,“ segir hann.

Þórir fer um víðan völl í pistlinum og víkur sér næst að föðurlandsást Íslendinga.

„Velj­um ís­lenskt; kaup­um lamba­kjöt og fiski­boll­ur í dós, drekk­um ís­lensk­an bjór og bölv­um á ís­lensku. Ég var yfir mig hissa að lesa á mogga­vefn­um að yf­ir­völd­in væru að fetta fing­ur út í unga frum­kvöðla sem farn­ir voru að fram­leiða klámþætti á net­inu. Er ekki betra að lands­menn horfi á ís­lenskt klám en er­lent? Þar fyr­ir utan eru okk­ar stelp­ur sæt­ari,“ segir hann.

Þórir segist þarna vera kominn í „gagnrýnisstuð“ og ræðir næst hatursmál á Íslandi.

„Útlend­inga­hat­ur, kynþátta­hat­ur, gyðinga­hat­ur, hat­ur á sam­kyn­hneigðum og öll­um hinum kyn­ferðis­teg­und­un­um. Þegar ég var að al­ast upp var ís­lensk þjóð tal­in laus við allt slíkt, að minnsta kosti á yf­ir­borðinu. Það hef­ur kannski verið hræsni í okk­ur en við elskuðum allt út­lenskt, vor­um bestu vin­ir blám­anna og dáðum Ísra­els­menn. Sam­kyn­hneigðir voru all­ir lokaðir inni í sín­um skáp­um og fólk var annaðhvort karl­kyns eða kven­kyns og fékkst þar engu um breytt. Og nán­ast eng­ir út­lend­ing­ar bjuggu á Íslandi,“ segir hann og vill meina að þó að allir hafi verið sætir og saklausir út á við voru ekki allir svo ljúfir á bakvið tjöldin.

Hann segir að Íslendingar hafi sagt ýmsa ljóta hluti um fólk frá öðrum löndum. Hann þakkar fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið til á þessum tíma.

„Ég held að þessi sam­töl okk­ar strákanna hafi ekki flokk­ast und­ir hat­ur, frek­ar stríðni eða kerskni. Dani kölluðum við bauna, Norðmenn nojara, Eng­lend­inga tjalla. Nán­ustu frænd­ur okk­ur kölluðum við Fær­ey­inga á hvolfi. Svart fólk upp­nefnd­um við hott­intotta og hala­negra. Ef okk­ur líkaði ekki fram­koma landa okk­ar sögðum við að þeir væru bara sveita­menn. Stúlk­ur sem áttu am­er­íska her­menn að vin­um kölluðum við kana­mell­ur,“ segir Þórir og segir einn „asnabrandara“ í lok greinarinnar.

„Daní­el danski spurði vin sinn, Lars hinn norska, hvað hann væri að gera. „Ég er að skrifa Sven, kunn­ingja mín­um í Svíþjóð,“ svaraði hann. „Hvaða bull er þetta í þér, Lars, þú veist að þú kannt ekki að skrifa,“ sagði þá Daní­el. „Það er allt í lagi,“ svaraði Lars, „Sven kann ekki að lesa!“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu