fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ásakanirnar kostuðu Ingó brekkusönginn á Þjóðhátíð

Heimir Hannesson
Mánudaginn 5. júlí 2021 12:00

Ingó Veðurguð. Mynd: Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð, mun ekki stýra brekkusöngnum fræga á Þjóðhátíð næstkomandi verslunarmannahelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðhátíðarnefndar ÍBV.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.“

Ákvörðun er tilkomin vegna nafnlausra ásakana um að Ingó hafi beitt konur kynferðisofbeldi. Sögurnar hafa verið birtar undanfarna daga á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og birtar undir nafni hóps sem Tanja M. Ísfjörð fer fyrir.

Ingó hefur neitað fyrir ásakanirnar og sagst ætla að leita réttar síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu