fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Aron Pálma selur sig úr stigagangi afreksmannanna: Vill fá tæpa 61 milljón fyrir íbúð í Urriðaholti

Fókus
Föstudaginn 18. júní 2021 16:20

Myndin er samsett - Mynd af húsinu í bakgrunni: Hraunhamar fasteignasala

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltastjarnan Aron Pálmarsson freistar þess nú að selja fallega íbúð í Urriðaholtinu í Garðabæ. Íbúðin, sem er í fjölbýlishúsi við Holtsveg 18, er 111,1 fermetrar að stærð og er ásett verð 60,9 milljónir króna. Íbúðina keypti Aron í gegnum eignarhaldsfélag sitt AP24 ehf., í maí 2018 og var kaupverðið 51,5 milljónir króna og hefur íbúðin verið í útleigu.

Athygli vekur að húsið við Holtveg 18 er afar vinsælt meðal afreksíþróttamanna. Þannig býr handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson í stigaganginum ásamt fjölskyldu sinni og þá á besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, einnig íbúð í húsinu ásamt unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttur.

Þess má geta að aðeins sex íbúðir eru í stigaganginum og því verður að segjast að  hlutfall afreksíþróttamanna er óvenjuhátt í húsinu.

Martin sagði frá því í skemmtilegu og óvenju opinskáu viðtali við Morgunblaðið í fyrra að hann og Anna María ættu íbúðina skuldlaust. Var það ekki síst til að sýna fólki fram á að það væru víðar góð laun en bara í fótboltanum.

 

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um íbúðina sem Aron er að selja

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“