fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Meint persónunjósnamál á Bessastöðum – Lögregluvöktun getur falið í sér að fylgst sé með starfsfólki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 21:15

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist svar frá embætti Ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar um notkun lögreglumanna á myndeftirlitskerfi á Bessastöðum.

Forsagan er sú að DV hefur upplýsingar um að kvartað hafi verið undan framferði eins lögreglumanns sem starfar við vöktun á Bessastöðum. Á Bessastöðum er starfrækt nokkurs konar útibú frá Lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, en þar vinna nokkrir lögreglumenn á vöktum við að fylgjast með mögulega óviðkomandi umferð um svæðið.

DV greindi frá málinu 7. júní

DV hefur heimildir fyrir því að kvartað hafi verið undan lögreglumanninum við yfirmann hans, yfirlögregluþjóninn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Snúa kvartanir að því að vöktunin snúi ekki bara að utanaðkomandi mannaferðum heldur einnig að starfsfólki og feli í sér að lögreglumaðurinn fletti upp í myndeftirlitskerfinu til að afla upplýsinga um ferðir tiltekinna starfsmanna utan rauntíma. Einnig er honum borið á brýn að taka upp myndskeið á síma sinn úr myndefni eftirlitskerfisins og senda frá sér til annarra.

Þá er hann sagður hafa skrifað skýrslur um tvo starfsmenn á Bessastöðum og afhent fráfarandi forsetaritara.

Eftirlit með starfsfólki leyfilegt

DV reyndi að afla upplýsinga um þetta hjá yfirlögregluþjóninum í Hafnarfirði, hjá lögreglumanninum sem kvartað var undan, hjá forsetaritara og hjá yfirlögregluþjóni almennrar löggæslu. Engin svör fengust en vísað var á Ríkislögreglustjóra, þar sem framkvæmd öryggisgæslu á Bessastöðum er í höndum þess embættis.

DV barst í dag svar frá Jóni F. Bjartmars fyrir hönd embættisins. Þar kemur fram að eftirlit með starfsfólki er leyfilegt ef „ekki er farið eftir þeim öryggisreglum sem þar eru settar.“ Má af því draga þá ályktun að talið sé að einhverjir starfsmenn á Bessastöðum hafi ekki farið eftir öryggisreglum. Svarið er eftirfarandi:

„Á grundvelli samnings þar um fer embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu með framkvæmd öryggisgæslu á Bessastöðum fyrir hönd embættis ríkislögreglustjóra. Öryggisgæslan miðar að því að tryggja öryggi þeirra sem starfa á svæðinu, sem og þeirra sem sækja staðinn heim. Í því getur falist að hafa verði afskipti af þeim sem bæði sækja staðinn heim og eins af þeim sem á svæðinu starfa ef ekki er farið eftir þeim öryggisreglum sem þar eru settar eða ef tilefni er til slíkra afskipta.

Í tilefni af fyrirspurn þinni er rétt að upplýsa að embætti ríkislögreglustjóra hefur ekki borist nein kvörtun eða athugasemd við framkvæmd öryggisgæslunnar sem snýr að fyrirspurninni. Að öðru leyti getur embættið ekki tjáð sig um einstaka mál er varða öryggisgæslu á Bessastöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“