fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Kona fær dæmdar skaðabætur eftir að hafa slasast í sturtu á Vogi – Héldu því fram að hún hefði slasast vegna lyfjanotkunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 16:15

Frá Vogi. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var í fíknimeðferð á Vogi sumarið 2017 höfðaði mál á hendur TM tryggingum með kröfu um að fá greitt úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu. Er málið tilkomið vegna slyss sem konan varð fyrir eftir sturtu á sjúkrahúsinu. Málavöxtum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í málinu í morgun:

„Stefnandi er ein til frásagnar um slysið en kveður það hafa orðið með þeim hætti að hún hafi farið í sturtu í sjúkrahúsinu. Undir rekstri málsins var upplýst að sturtuaðstaðan er á annarri hæð í elsta húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu var baðherbergið tekið í notkun í júní 2017. Af persónulegum ástæðum kaus stefnandi að þurrka sér og klæða sig í sturtunni sjálfri. Þegar stefnandi ætlaði að sækja handklæði, sem hún hafði skilið eftir á slá sem föst er á vegg nokkru frá sturtunni sjálfri, rann hún að sögn á sléttum dúk og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Stefndi kveður gólfefni í sturtunum og gólf baðherbergisins vera gróft Topp 4000 epoxy sem sérstaklega sé hannað með viðnámi fyrir sturtur og baðherbergi.

Samkvæmt stefnanda var dúkurinn hins vegar stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll þegar kom að handklæðaveggnum, þ.e. þar sem hún steig niður hafi ekki verið eins gróft gólfefni og í sturtunni sjálfri. Bókað var um slysið samdægurs í sjúkraskrá stefnanda hjá sjúkrahúsinu, svokallaðri framvindunótu hjúkrunar.“

Konan hlaut 10% varanlega örorku vegna slyssins.

TM harðneitaði bótaskyldu og bar við að ekkert hefði verið rangt við frágang á baðherberginu enda hefði Heilbrigðiseftirlitið enga athugasemd gert við hann. Um þetta segir í texta dómsins:

„Í málinu hafi ekki verið sýnt fram á að tjón stefnanda verði rakið til vanbúnaðar vinnusvæðisins, mistaka starfsmanna vátryggingartaka, aðgæsluleysis af þeirra hálfu eða annarra atvika sem vátryggingartaki kunni að bera skaðabótaábyrgð á. 26. Af hálfu stefnanda sé á því byggt að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og sjúkrahúsinu hafi borið skylda til að gera samkvæmt ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Stefndi hafnar þessu og því að slysið verði rakið til vanrækslu af einhverju tagi. Það að mottur hafi verið settar inn í baðherbergið síðar sé ekki viðurkenning á að aðstæður hafi verið óforsvaranlegar heldur hafi þar verið um frekari varúðarráðstafanir að ræða.“

Tryggingafélagið hélt því einnig fram að slysið mætti rekja til neyslusögu konunnar og lyfjanotkunar fyrir og eftir slysið.

Dæmt konunni í vil

Í niðurstöðu héraðsdóms er bent á að ríkari öryggiskröfur séu gerðar til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu en annarra fasteigna. Þá segir: „Ríkar kröfur verða þannig gerðar til stofnunar eins og sjúkrahússins Vogs varðandi umbúnað, aðgengi og öryggi þeirra sem um húsið fara og leita aðstoðar þar við fíkn sinni og veikindum.“

Í dómnum er bent á að eftir slysið hafi verið sett upp handrið á vegg sturtuaðstöðunnar sem hægt er að styðjast við þegar gengið er um handklæðarými. Þetta var ekki til staðar þegar konan rann til og féll á gólfið. Einnig hefur verið sett gúmmímotta þar sem konan rann til.

Var það niðurstaða dómsins að konan skuli frá greitt samkvæmt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá TM tryggingum.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti