fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Meintir mútuþegar Samherja útilokaðir frá Bandaríkjunum

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 13:50

Íslandsvinirnir frá Namibíu mega nú ekki lengur fara til Bandaríkjanna. mynd/samsett skjáskot RUV/Hörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Namibísku ráðherrunum fyrrverandi, Bernhardt Esau og Sakeus „Sacky“ Shanghala, hefur verið meinað að koma til Bandaríkjanna vegna þátttöku sinnar í spillingu í Namibíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir í dag. Stundin greinir fyrst frá.

Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sögðu af sér ráðherraembættum í nóvember 2019. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta fyrirtækinu kvóta í Namibíu. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi í heimalandi sínu.

Þeir sögðu af sér ráðherraembættum eftir að RUV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um hin svokölluðu Samherjaskjöl (e. Fishrot) sem eru gögn um starfsemi Samherja í Namibíu og sýna hvernig Samerji komst yfir fiskveiðikvóta við strendur Afríku.

Ákvörðun bandarískra stjórnvalda nær ennfremur til eiginkonu og sonar Esau, þeirra Swamma Esau og Philippus Esau.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ákvörðunin styðji staðfesti stuðning Bandaríkjanna við baráttu í Namibíu gegn spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“