fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Meintir mútuþegar Samherja útilokaðir frá Bandaríkjunum

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 13:50

Íslandsvinirnir frá Namibíu mega nú ekki lengur fara til Bandaríkjanna. mynd/samsett skjáskot RUV/Hörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Namibísku ráðherrunum fyrrverandi, Bernhardt Esau og Sakeus „Sacky“ Shanghala, hefur verið meinað að koma til Bandaríkjanna vegna þátttöku sinnar í spillingu í Namibíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir í dag. Stundin greinir fyrst frá.

Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sögðu af sér ráðherraembættum í nóvember 2019. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta fyrirtækinu kvóta í Namibíu. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi í heimalandi sínu.

Þeir sögðu af sér ráðherraembættum eftir að RUV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um hin svokölluðu Samherjaskjöl (e. Fishrot) sem eru gögn um starfsemi Samherja í Namibíu og sýna hvernig Samerji komst yfir fiskveiðikvóta við strendur Afríku.

Ákvörðun bandarískra stjórnvalda nær ennfremur til eiginkonu og sonar Esau, þeirra Swamma Esau og Philippus Esau.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ákvörðunin styðji staðfesti stuðning Bandaríkjanna við baráttu í Namibíu gegn spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“