fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Meintir mútuþegar Samherja útilokaðir frá Bandaríkjunum

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 13:50

Íslandsvinirnir frá Namibíu mega nú ekki lengur fara til Bandaríkjanna. mynd/samsett skjáskot RUV/Hörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Namibísku ráðherrunum fyrrverandi, Bernhardt Esau og Sakeus „Sacky“ Shanghala, hefur verið meinað að koma til Bandaríkjanna vegna þátttöku sinnar í spillingu í Namibíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna birtir í dag. Stundin greinir fyrst frá.

Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sögðu af sér ráðherraembættum í nóvember 2019. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta fyrirtækinu kvóta í Namibíu. Þeir sitja nú báðir í gæsluvarðhaldi í heimalandi sínu.

Þeir sögðu af sér ráðherraembættum eftir að RUV, Stundin og Al Jazeera fjölluðu um hin svokölluðu Samherjaskjöl (e. Fishrot) sem eru gögn um starfsemi Samherja í Namibíu og sýna hvernig Samerji komst yfir fiskveiðikvóta við strendur Afríku.

Ákvörðun bandarískra stjórnvalda nær ennfremur til eiginkonu og sonar Esau, þeirra Swamma Esau og Philippus Esau.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ákvörðunin styðji staðfesti stuðning Bandaríkjanna við baráttu í Namibíu gegn spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“