fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Jón vill að þjóðerni brotamanna verði tekið fram í fréttum: „Stjórnvöld og fréttaelítan vilja leyna ákveðnum staðreyndum fyrir fólkinu í landinu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. júní 2021 12:00

Jón Magnússon lögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, lhæstaréttarögmaður og fyrrum alþingismaður, vill að gert sé grein fyrir þjóðerni brotamanna í umfjöllun fjölmiðla um glæpi og voðaverk. Þetta kemur fram í færslu á bloggsíðu lögmannsins en Hringbraut greindi fyrst frá. 

„Fyrir nokkrum árum tóku fréttamiðlar upp þann ósið, að greina ekki frá því hvaðan glæpamenn kæmu eða segja á þeim nauðsynleg deili. Sagt var að það væri óþarfi og aðalatriðið væri að bregðast við afbrotinu, en þjóðerni viðkomandi skipti engu máli. Þessar röksemdir eru afsökun á því, að gera ekki grein fyrir hlutum eins og þeir eru. Stjórnvöld og fréttaelítan vilja leyna ákveðnum staðreyndum fyrir fólkinu í landinu,“ skrifar Jón.

Tekur hann dæmi um fréttir af hnífaárás sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgina og að í vissum umfjöllunum hafi verið greint frá því að sá er framd ódæðið hafi verið Íslendingur.

„Vonandi veit þetta á breytingu hjá fréttaelítunni, að í framtíðinni verði gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns og jafnvel frekari deili. Allt eru það nauðsynlegar upplýsingar sem eiga erindi við almenning í lýðræðisríki. Eða verður það þannig, að einungis verði sagt frá því þegar Íslendingur brýtur af sér og við getum þá gengið út frá því, að þegar ekki er gerð grein fyrir þjóðerni brotamanns, að þá sé ekki um Íslending að ræða?“ spyr Jón.

Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, var á dögunum í viðtali við RÚV um svipað málefni. Þar vitnaði hún í erlendar rannsóknir þar sem fram kom að þær  sýni að afbrot sem eru framin af útlendingum veki alltaf meiri óhug íbúa heldur en afbrot sem eru framin af innfæddum. Inntak viðtalsins var að fara þyrfti varlega í slíka umræðu um þjóðerni til þess að ala ekki á fordómum gagnvart innflytjendum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“