fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Kona sakfelld fyrir að stela tæplega hálfri milljón af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 17:43

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið samtals 461 þúsund krónum af Foreldrafélagi Njarðvíkurskóla.

Var hún sökuð um að hafa í starfi sínu sem gjaldkeri félagsins dregið sér þetta fé í samtals 20 millifærslum. Hæstu millifærslurnar námu 30 þúsund krónum og þær lægstu 5 þúsund kalli.

Konan játaði brot sín skýlaust og hefur endurgreitt allt féð. Í ljósi þess, sem og þess að ákæra var gefin út tveimur árum eftir afbrotið án þess að konan bæri nokkra sök á þeirri töf, ákvað héraðsdómur að gera konunni enga refsingu, með þeim hætti að ákvörðun refsingar er frestað skilorðsbundið í tvö ár frá birtingu dómsins. Það þýðir að ef konan brýtur ekki að sér næstu tvö árin verður henni ekki gerð nein refsing í þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Í gær

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“