fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur í mál við Akureyrarbæ – Sökuð um mistök við lyfjagjafir og sérkennilegan frágang á líki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 16:38

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur höfðaði mál á hendur Akureyrarbæ vegna áminningar sem hún fékk í starfi sínu á Öldrunarheimilinu Hlíð árið 2016. Krafðist hún þess að áminningin yrði felld úr gildi og að henni yrðu greiddar fimm milljónir króna í miskabætur.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.

Málsatvik eru þau að nokkuð bar að því að samstarfsfólk og yfirmenn teldu konuna ekki vanda sig nægilega í starfi. Komu upp mistök í lyfjagjöfum hjá henni, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við ruglingsleg skrif og skilaboð í lyfjabækur. Hún var ennfremur vænd um óstundvísi og vanrækslu.

Þetta var árið 2015 og á þeim tíma var ákveðið að fara með mál hjúkrunarfræðingsins í leiðbeiningarferli, sem hún tók vel. En hún var engu að síður ekki talin hafa bætt ráð sitt og árið 2016 var hún áminnt. Fékk hún tækifæri til að svara ávirðingunum skriflega, sem hún gerði. Í kjölfarið fékk hún skriflega áminningu.

Meðal ávirðinganna á hendur hjúkrunarfræðingnum voru sérkennilegur frágangur á líki. Þeirri aðfinnslu svaraði hún með eftirfarandi orðum: „Mér var ekki sagt að ég þyrfti að ganga frá líki eins og aðrir í vinnunni gera það. Ég gerði þetta af góðum hug í anda þess látna. Ég hef gengið frá mörgum líkum eftir það og engar kvartanir borist –frekar hrós.“

Þá var konan ennfremur sökuð um að hafa gleymt að gefa sykursýkissjúklingi insúlín-sprautu og ýmislegt fleira.

Konan taldi að aðfinnslurnar væru þess eðlis að þær hefðu ekki kallað á áminningu, þær væru ýmist ósannar eða atvikin hæglega útskýranleg og sum einfaldlega léttvæg. Þá sagði hún að ekkert tillit hefði verið tekið til skriflegra svara hennar sem útskýrðu tilvikin sem um ræddi. Sagði hún að andmælaréttur hennar hefði í raun verið að engu hafður þó að hún hafi fengið að svara fyrir sig skriflega, því ekkert mark hefði verið tekið á svörum hennar. Einnig taldi konan að Öldrunarheimilið Hlíð hefði ekki haft umboð til að veita sér áminningu heldur hefði það átt að koma í hlut Akureyrarbæjar.

Það er skemmst frá því að segja að Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst ekki á neinar röksemdir hjúkrunarfræðingsins og var Akureyrarbær sýknaður af öllum kröfum hennar. Þarf hún að greiða 800.000 krónur í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi