fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Sveinn Hjörtur trúir ekki ofbeldi upp á Pétur Gaut – „Ásakanir sem minna helst á kjaftasögu eða nornaveiðar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 19:35

Sveinn Hjörtur (t.v.) og Pétur Gautur. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og einn af stofnendum Miðflokksins, lýsir yfir stuðningi við listamanninn Pétur Gaut sem sakaður hefur verið um ofbeldi í tengslum við nágrannadeilur vegna samkvæmishávaða frá vinnustofu Péturs Gauts í miðbænum. Pétur er sakaður um að hafa gengið í skrokk á nágranna sínum, konu sem kvartaði undan hávaða, en systir konunnar, Sigga Dögg, hefur haft uppi hörð orð um atvikið á samfélagsmiðlum og í viðtali við DV í gær.

Sjá einnig: Sigga Dögg sakar landsþekkt fólk um ofbeldi gegn systur sinni

Pétur Gautur steig fram með yfirlýsingu í dag þar sem hann harðneitar því að hafa beitt konuna ofbeldi og segist sjálfur núna vera þolandi ærumeiðinga af hálfu Siggu Daggar og bróður hennar sem einnig hefur tjáð sig um málið.

Sjá einnig: Pétur Gautur segist þurfa að verja mannorð sitt

Sveinn Hjörtur fer fögrum orðum um Pétur Gaut í nýrri Facebook-færslu. Sveinn segir ótrúlegt að heyra þær ásakanir sem nú eru hafðar uppi gegn Pétri og segir hann þær minna helst á kjaftasögu eða nornaveiðar:

„Að gefnu tilefni þá birti ég þessa mynd af mér og Pétri Gaut myndlistarmanni. Tekin fyrir jólin 2016 þegar Pétur Gautur var að skreyta vinnustofuna sína og undirbúa sýningu fyrir jólin, en vinnustofan er vinaleg og hlýleg og allir eru velkomnir. Pétur hefur tekið vel á móti þeim sem vilja koma við á vinnustofunni eða á sýningar þegar þær eru. Sem dæmi á Menningarnótt, þá er listamaðurinn með opið hús. Tónlistarmenn mæta og eru með atriði og allir njóta stundarinnar. Fyrir jólahátíðina er notaleg stemming og fólk er velkomið.
Það er því ótrúlegt að heyra þær ásakanir sem minna helst á kjaftasögu eða nornaveiðar.
Pétur hefur útskýrt sína hlið mjög vel. Það nægir mér.
Ég hlakka til að koma næst þegar þú ert með opið Pétur. Kannski syngjum við saman…“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna