Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og einn af stofnendum Miðflokksins, lýsir yfir stuðningi við listamanninn Pétur Gaut sem sakaður hefur verið um ofbeldi í tengslum við nágrannadeilur vegna samkvæmishávaða frá vinnustofu Péturs Gauts í miðbænum. Pétur er sakaður um að hafa gengið í skrokk á nágranna sínum, konu sem kvartaði undan hávaða, en systir konunnar, Sigga Dögg, hefur haft uppi hörð orð um atvikið á samfélagsmiðlum og í viðtali við DV í gær.
Pétur Gautur steig fram með yfirlýsingu í dag þar sem hann harðneitar því að hafa beitt konuna ofbeldi og segist sjálfur núna vera þolandi ærumeiðinga af hálfu Siggu Daggar og bróður hennar sem einnig hefur tjáð sig um málið.
Sveinn Hjörtur fer fögrum orðum um Pétur Gaut í nýrri Facebook-færslu. Sveinn segir ótrúlegt að heyra þær ásakanir sem nú eru hafðar uppi gegn Pétri og segir hann þær minna helst á kjaftasögu eða nornaveiðar: