fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Tæpt ár frá brunanum á Bræðraborgarstíg – „Eigur fórnalambanna eru ennþá inní byggingunni“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 2. júní 2021 16:56

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem býr á móti Bræðraborgarstíg 1, húsinu sem brann í júní á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létust, segir óskiljanlegt að enn sé ekki búið að tæma húsnæðið.

„Þarna inni er enn húsbúnaður, föt þeirra sem bjuggu í húsinu og ónýtur matur,“ segir Astrid Lelarge í samtali við DV. „Mér finnst líka ótrúlegt að það sé ekki búið að rífa húsið og ganga almennilega frá lóðinni. Margir upplifa gríðarlega sorg við að sjá brunarústirnar sem þarna standa enn. Margir sáu lík fóksins sem lést í brunanum og þetta hefur tekið á okkur sem búum í nágrenninu. Maðurinn minn hafði farið þarna inn og hitt margt indælisfólk sem þarna bjó. Hann er arkitekt og vissi að þetta væri brunagildra.“

Astrid deilir í dag myndum og myndböndum í Facebookhópnum Vesturbærinn sem hún fékk send þar sem berlega sést að enn hefur ekkert verið hreinsað til í brunarústunum, tæpu ári eftir brunann. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta myndböndin. Þau eru hér meðfylgjandi og hafa verið klippt saman í eitt myndband.

„25. þessa mánaðar er komið heilt ár frá því að Bræðraborgarstígur 1 brann og 3 dóu. Síðan hefur ekki verið hreinsað til og eigur fórnalambanna eru ennþá inní byggingunni. Ekki hefur einu sinni verið tekið af rúmunum og matur er enn á borðum og í skápum. Óþefurinn og brunalyktin eru hræðileg,“ segir Astrid í færslunni.

„Í nóvember í fyrra kom fjárfestir og sagðist hafa samið um kaup á Bræðraborgarstíg 1 og 3. Síðan þá hefur ekkert verði hreinsað til. Húsið heldur áfram að grotna niður, glerbrot eru ennþá út um allt og eigur fórnalambanna inn í húsinu. Börn sem fullorðnir eiga greiða leið inn. Ólyktin hefur stigmagnast og hugsun um að eigur fórnalambanna sé að rotna þarna er óbærileg. Nágrannar í næstu húsum hafa ekki dregið frá gluggum sem snúa að húsinu í nú að verða heilt ár,“ segir hún.

„Í öðrum Evrópulöndum væri almennilega hreinsað til inni og úti, allt hættulegt fjarlægt, sett spjöld fyrir glugga og jafnvel settur heill dúkur með mynd sem hylur allt þangað til það er búið að ákveða með framhaldið. Af hverju er það ekki gert hér?“ segir Astrid.

Fyrir sjö mánuðum, í október 2020, krafðist Íbúaráð Vesturbæjar þess að rústir hússins yrði rifnar hið fyrsta á kostnað eiganda. Síðan þá hafa orðið eigendaskipti en í desember fékk Þorpið vistfélag samþykkt kauptilboð í brunarústirnar að Bræðaborgarstíg 1 ásamt nærliggjandi húsi að Bræðaborgarstíg 3.  Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Þorpið vistfélag aðeins nýlega fengið leyfi til niðurrifs og er stefnt að því að framkvæmdirnar hefjist síðar í þessari viku.

 

VÍS segir brunarústirnar aðeins 70% ónýtar og neitar að borga – Húsið „sönnunargagn í dómsmáli“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið

Telja að flugmennirnir hafi valdið flugslysinu sem kostaði 260 manns lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug

Egill furðaði sig á notkun orðskrípisins „kjarnorkuákvæði“ – Áttaði sig svo á því að hann var sennilega sá fyrsti sem kom því á flug