fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Tveir á bráðamóttöku eftir rafskútuslys

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 09:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir aðilar féllu af rafskútu í gærkvöldi og hlutu þeir báðir skurð við fallið. Fyrra atvikið átti sér stað í Fossvogi rétt fyrir klukkan ellefu en maðurinn hlaut skurð á nef og blæddi mikið út honum samkvæmt dagbók lögreglu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. Hitt atvikið var klukkan 20 mínútur yfir þrjú en sá aðili fékk skurð á höku og áverka á úlnlið. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en báðir aðilar voru á leigu hjólum.

Tveir 17 ára ökumenn voru stöðvaðir eftir hraðakstur. Einn mældist á 160 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Hinn var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði var einnig 80 km/klst. Forráðamönnum þeirra beggja var tilkynnt um málið og tilkynning send til Barnaverndar.

Þá voru nokkur tilvik um ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var með sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í borginni. Fjórir staðir voru áminntir þar sem tveggja metra reglan var ekki virt, bókhald yfir viðskiptavini ekki skráð eða enginn listi yfir starfsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“