fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Tveir á bráðamóttöku eftir rafskútuslys

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 09:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir aðilar féllu af rafskútu í gærkvöldi og hlutu þeir báðir skurð við fallið. Fyrra atvikið átti sér stað í Fossvogi rétt fyrir klukkan ellefu en maðurinn hlaut skurð á nef og blæddi mikið út honum samkvæmt dagbók lögreglu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. Hitt atvikið var klukkan 20 mínútur yfir þrjú en sá aðili fékk skurð á höku og áverka á úlnlið. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild en báðir aðilar voru á leigu hjólum.

Tveir 17 ára ökumenn voru stöðvaðir eftir hraðakstur. Einn mældist á 160 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Hinn var á 146 km hraða þar sem hámarkshraði var einnig 80 km/klst. Forráðamönnum þeirra beggja var tilkynnt um málið og tilkynning send til Barnaverndar.

Þá voru nokkur tilvik um ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kannað var með sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í borginni. Fjórir staðir voru áminntir þar sem tveggja metra reglan var ekki virt, bókhald yfir viðskiptavini ekki skráð eða enginn listi yfir starfsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir