fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skjálfti við Grindavík fannst í borginni – „Einn hressilegur“ segir íbúi á svæðinu

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 23:19

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Býsna snarpur skjálfti fannst nú rétt eftir klukkan ellefu á höfuðborgarsvæðinu og um allan Reykjanesskagann. Samkvæmt óyfirförnum tölum Veðurstofunnar mældist hann 3.7 að stærð og átti upptöku sín rétt norðaustan við Grindavík, eða rétt austan við Þorbjörn.

Lítið hefur fundist af jarðskjálftum í borginni frá því að gos hófst í Geldingadölum um miðjan mars en fram að því voru stórir skjálftar svo til orðnir daglegt brauð á öllu suðvesturhorninu. Sú skjálftahrina átti upptökin sín að mestu leyti í og við gosstaðinn og í línu frá Geldingadölum norðaustur af því svæði í átt að Keili.

Skjálftinn nú er, sem fyrr segir, mun nær Grindavík og raunar á þeim slóðum þar sem mikil skjálftahrina gekk yfir í fyrra.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins býr í Grindavík og lýsti skjálftanum sem „einum hressilegum“ í samtali við blaðamann. „Þarna er jörðin að minna á sig,“ segir hann jafnframt. Vilhjálmur segir að skjálfti af þessari stærðargráðu hafi kannski ekki verið það sem Grindvíkingar voru að óska eftir. “Við töldum okkur vera komin í frí frá þessu á meðan gosið mallar. Þó við séum orðin nokkuð vön og vitum að jarðvísindafólkið fylgist hvergi betur með en hér þá vonum við að það verði ekki mikið meira um jarðskjálfta í bili.“

Af tölum og töflum Veðurstofunnar yfir skjálfta á svæðinu síðustu daga virðist mega ráða að skjálftinn í kvöld sé ekki vísbending um fjölgun skjálfta. Raunar er þetta eini skjálftinn síðustu daga sem er stærri en 3 að stærð. Þegar þetta er skrifað hafa engir eftirskjálftar fundist á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga