fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 15:30

Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaræktandinn Íris Hlín Bjarnadóttir þurfti í dag að rjúka með hundana sína, sem eru af gerðinni Sheffer, á dýraspítala þar sem þeir höfðu innbyrt rottueitur. Ekki var um slys að ræða samkvæmt Írisi heldur hafði einhver eitrað fyrir hundunum af ásettu ráði. Íris er búin að hafa samband við lögregluna vegna málsins og er það nú í rannsókn.

„Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi. Það liggur ekki göngustígur þarna framhjá eða neitt. Það þarf að fara langt út fyrir göngustíg til þess að komast aftur fyrir hús hjá mér. Svo er þessu hent bara yfir lóðamörkin og á grasið,“ segir Íris í samtali við DV um málið en hún segir að um mikið magn af eitri hafi verið að ræða. „Örugglega hálft kíló af eitri með pylsum og kjötbollum í. Þeir átu þetta hjá mér, hundarnir.“

Þegar blaðamaður náði tali af Írisi vegna málsins var hún stödd á dýraspítala með hundana. „Þau eru í hættu núna næsta sólarhringinn. Þau eru í meðferð og það verður fylgst með þeim. Það er krítískt ástand næstu þrjár vikurnar,“ segir Íris en samkvæmt dýralækninum er um langverkandi eitur að ræða sem byrjar ekki að virka strax.

Mynd/Aðsend

„Ég er bara í sjokki. Ég er bara hrædd um hundana mína og börnin mín. Ég er með þrjú ung börn á heimilinu, það eru ekki bara hundarnir,“ segir Íris og bendir á að börnin hennar hefðu getað lent í því sama og hundarnir. „Af því þetta voru bara pylsubitar og einhver matur.“

Að lokum segist Íris vona að sá sem eitraði fyrir hundunum hennar lesi fréttina og sendir skilaboð til þess er framdi þennan verknað. „Ég vil spyrja viðkomandi hvort hann myndi vilja lenda í þessu sjálfur. Það er mjög veikt fólk sem gerir svona, spurning hvort fólk þurfi að fara að leita sér hjálpar. Ég skil ekki hvað verður til þess að fólk fái þessa hugmynd, að drepa saklaus dýr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Í gær

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld