fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hjóluðu hjá nýju sprungunni rétt áður en hún opnaðist – „Það kom björg­un­ar­sveit­ar­bíll á móti okk­ur á fullri ferð“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 5. apríl 2021 17:30

Skjáskot úr vefmyndavél RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Rafn Valur Alfreðsson og Hjalti Jón Pálsson ákváðu að gera sér ferð að gosinu í Geldingadal í dag. Félagarnir fóru á fjallahjólum og hjóluðu slóða að eldgosinu en svo kom björgunarsveitabíll á móti þeim á fullri ferð. Ný sprunga hafði opnast rétt hjá slóðanum sem Rafn og Hjalti voru nýbúnir að hjóla. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

„Það kom björg­un­ar­sveit­ar­bíll á móti okk­ur á fullri ferð. Við vor­um bara rétt bún­ir að stoppa áður en við ætluðum upp síðustu brekk­una, sem er dá­lítið brött. Þá kem­ur hann bara niður á millj­ón og all­ir gasmæl­ar í botni og okk­ur sagt okk­ur að verið væri að rýma svæðið,“ seg­ir Rafn í sam­tali við mbl.is.

Eftir það hjóluðu þeir Rafn og Hjalti um hálfan kílómetra upp á hæð, þá sáu þeir gufustrókana og hraunið flæða upp rétt við slóðann sem þeir voru nýbúnir að hjóla yfir. Í samtalinu við mbl.is segir Rafn að hvorki hann né Hjalti urðu varir við neitt fyrr en eftir að björgunarsveitin kom. Þrátt fyrir að hafa verið svona tæpir á að lenda í nýju sprungunni segjast þeir ekki hafa verið hræddir, upplifunin var mjög skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna