fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Spænskur vinahópur klofinn eftir mislukkaða smyglferð til Íslands – Kærastan fékk sex mánuði fyrir dóp í dömubindi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 15. mars 2021 20:00

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur yfir spænskri konu vegna aðildar hennar að tilraun til fíkniefnasmygls í desember í fyrra. Mariana var þann 20. desember stöðvuð af tollvörðum í Leifsstöð ásamt kærasta sínum, Jose Ioavaisha Xaire Morales. Reyndist Mariana hafa falið 256 grömm af rótsterku amfetamíni innvortis og í dömubindi í nærfatnaði hennar. Í dóminum segir að kærasti Mariönu, Jose, hafi bókað flugið, greitt fyrir farmiða hennar, pakkað fíkniefnunum og fylgt henni í fluginu.

Í dómnum kemur jafnframt fram að Mariana sé ekki búsett á Íslandi og hafi ekki áður gerst brotleg við lög hér á landi. Þá segir í niðurstöðum dómsins að ljóst sé af gögnum málsins að Mariana sé svokallað burðardýr og hafi ekki komið nálægt skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Þá er skýlaus játning hennar á hennar aðkomu að smyglinu metin henni til refsilækkunar. „Hins vegar,“ segir í dómnum, „verður einnig tekið tillit til þess að um var að ræða töluvert magn af sterkum fíkniefnum […].“

En sögu þríeykisins er fjarri því lokið, því á morgun fer fram aðalmeðferð í málum samverkamanna Mariönu.

Í ákæru sem DV hefur undir höndum er Jose sagður hafa skipulagt enn stærra smygl daginn áður en þau voru handtekin í Leifsstöð, 19. desember í fyrra, og notað til þess aðra konu sem burðardýr daginn áður.

Er Jose sagður hafa bókað og greitt fyrir flugmiða konunnar til landsins, rétt eins og í tilfelli Mariönu. Við leit tollvarða fundust í farangri konunnar tæp 5 kíló af hassi, rúmar 5 þúsund E-töflur og 100 stykki af LSD. Efnin hafði konan ferjað frá Amsterdam til Íslands með millilendingu í Stokkhólmi.

Þríeykið var fyrst ákært saman en í ljósi játningar Mariönu var mál hennar slitið frá málinu gegn Jose og hinni konunni og dæmt í því máli eitt og sér. Jose og hin konan neita áfram sök og fer aðalmeðferð í þeirra máli fram á morgun.

Héraðssaksóknari, sem sækir málið, krefst þess að dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Í gær

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“