fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

Varað við íslenskum manni sem áreitir börn í gegnum Snapchat – Biður börn niður í 9 ára um klámfengnar myndir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 10:58

Mynd: Fréttablaðið. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur maður sem kallar sig Sigga Halldórsson sent fjöldann allan af óviðeigandi og klámfengnum skilaboðum á börn á aldrinum 9 til 14 ára. Siggi Halldórsson er ekki rétt nafn mannsins og raunar mun maðurinn hafa notað fleiri Snapchat-reikninga undir öðrum nöfnum.

Málið hefur verið mikið í umræðunni í Facebook-hópunum Beauty Tips 30+ og  „Við birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum.“

Maðurinn er á fertugsaldri. Kona sem DV ræddi við lýsir því að hann hafi brotið gegn syni hennar og vini hans skömmu eftir aldamótin, en þá var umræddur maður á unglingsaldri. Það atvik komst ekki upp fyrr en löngu síðar og eftir að það var kært til lögreglu lét lögregla málið falla niður, meðal annars með þeim orðum að maðurinn væri ósakhæfur.

Meðfylgjandi er skjáskot af frásögn móður af athæfi mannsins undanfarið. Ein móðir svaraði þeim skilaboðum með eftirfarandi hætti: „Hann hefur sent á 9 ára ógeðsleg skilaboð og er að senda vinabeiðni á dóttur mína sem er 13 ára en þá kom annað notendanafn.“ – Aðrar konur kannast við áreitni mannsins frá því þær sjálfar voru á barnsaldri. Ein segir: „Hann er búin að vera að síðan ég var krakki? Ég er 27 ára, hvernig í ósköpunum getur staðist að hann sé ennþá laus?“

„Hann er kominn með takkasíma“

Maðurinn býr á stórhöfuðborgarsvæðinu, á heimili foreldra sinna, og hefur ávallt búið þar. Þau eru bæði roskin. Í samtali við DV kvarta þau undan framferði fólks í hópnum „Við birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“. Umræðan þar um manninn er óheflaðri en í Beauty Tips hópnum og kvartar móðir mannsins meðal annars yfir því að hafa verið nafngreind í hópnum og sagt frá heimilisfangi fjölskyldunnar. Þá segist maður í hópnum hafa farið inn á heimili fjölskyldunnar er húsið var skilið eftir ólæst.

Umræddur maður er fatlaður og er fötlun hans rakin til slyss sem hann varð fyrir tveggja ára gamall. Að sögn foreldranna nýtur hann ekki aðstoðar bæjarfélagsins en hann hefur búið á heimili þeirra alla tíð. Hins vegar sé hann undir handleiðslu geðlæknis hjá Geðendurhæfingu Kleppspítala. Hún segir son sinn aldrei hafa verið greindan sérstaklega hvað varðar raskanir eða geðsjúkdóma en ljóst sé að hann er á eftir í þroska. Talið er að hann hafi orðið fyrir framheilaskaða við slysið í æsku.

Aðspurð hvort búið sé að taka á málinu sem varðar áreitni mannsins við börn undanfarið, sagði móðirin: „Hann er kominn með takkasíma.“ Viðurkennir hún að sú ráðstöfun hafi fyrst verið gerð í gær. „Það er ekki tölva á heimilinu,“ segir hún ennfremur og telur fullvíst að sonur hennar hafi ekki lengur aðgang að snjalltækjum til að áreita börn.

Nafn mannsins kemur ekki upp við leit á vefsvæðum dómstóla en móðirin segir hann hafa verið sakfelldan fyrir áreitni gegn barni árið 2013. Hafi hann verið metinn ósakhæfur og gert að sæta geðmeðferð.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB