fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Herþotur mæta til leiks á Íslandi – Búist við þeim á Egilsstöðum næstu daga

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 11:02

mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan sagði frá því fyrir helgi að von væri á fjórum F-35 orrustuþotum norska flughersins hingað til lands í byrjun þessarar viku ásamt 130 norskum flughersmönnum. Munu vélarnar og mennirnir sem þeim fylgir hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tekið er fram í tilkynningu gæslunnar að strangar sóttvarnareglur gildi um sveitina á meðan dvöl hennar stendur hér á landi og er framkvæmdin unnin í samvinnu við meðal annars Landlæknisembættið.

„Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 22. febrúar til 5. mars, ef veður leyfir,“ segir í tilkynningunni.

Í frétt Austurfréttar um málið segir að aðflugsæfingar á Egilsstöðum verða frá og með deginum í dag og til föstudagsins 5. mars.

Vera norska flughersins er hluti af loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

F-35 herþotur eru eins manna, eins hreyfils herþota framleidd fyrst og fremst fyrir bandaríska herinn í af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þotan fór í sitt jómfrúarflug árið 2006 en var fyrst tekin í notkun árið 2015. 14 ríki hafa síðan keypt vélina af Bandaríkjamönnum og hana út, þar á meðal eru átta NATO ríki.

Myndbandið hér að neðan er frá fyrri dvöl norska flughersins hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“