fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Óljós orsök andláts Perlu – Önnur kona lýsti ofbeldi af hendi kærastans – Ógnandi þegar lögregla bar að garði

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 21:20

Skjáskot úr þætti Kveiks - Myndir af Perlu Dís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perla Dís Bachman Guðmundsdóttir lést nítján ára gömul árið 2019 á heimili kærasta síns. Það sem leiddi til dauða hennar var vímuefnið MDMA, en tuttugufaldur dauðaskammtur af efninu fannst í blóði hennar, sem er með því hæsta sem hefur fundist hér á landi. Niðurstaða krufningar var sú að mögulega væri um slys að ræða. Áður hafa fjölmiðlar fjallað um andlátið, en DV greindi frá því á sínum tíma.

Móðir Perlu, Kristín Birta Bachman, fékk að vita af andlátinu á mánudegi, en Perla Dís hafði látist á laugardeginum þar á undan.  Móðurinni var tilkynnt símleiðis um andlát dóttur sinnar og var ekki upplýst um dánarorsök. Hún setti spurningamerki við það hvernig lögregla rannsakaði dauðsfallið og endaði á því að taka málin í sínar hendur.

Fréttakonan Lára Ómarsdóttir fjallaði ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kveik á RUV í kvöld. 

Í þættinum kemur fram að Kristín hafi sent fjölda ábendinga til lögreglu sem gætu hafa verið mikilvægar rannsókninni. Niðurstaða lögreglu var sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Svo virðist þó vera að lögregla hafi aldrei rannsakað ákveðna þætti málsins.

Kristín Birta segist ekki hafa ákveðið að rannsaka mál dóttur sinnar til að finna sökudólg, heldur til að svara ósvöruðum spurningum. Þó hafi margt bent á kærastann, hún hafi til að mynda fengið skilaboð frá annarri móður sem sagðist hafa bjargað dóttur sinni frá honum. Einnig hafi kærastinn verð með það orð á sér að hann byrlaði fólki lyfjum, og í raun haft gaman að því. Kristín hafði heyrt úr tveimur áttum að hann hafi beðið Perlu um að setja kókaín í endaþarm hennar.

Lýsti því þegar hann leyfði félaga sínum að misnota sig

Þá var einnig rætt við konu sem lýsti ofbeldi sem maðurinn beitti henni. Hann hafi reynt að byrla henni svefnlyfinu ketamín, og heyrt hann segja við félaga sinn: „Ekki hafa neinar áhyggjur, það er ketamín í þessu, þannig að hún mun ekki finna neitt fyrir þessu.“

Í kjölfarið hafi þeir komið, kærastinn hafi sett tvo smokka á borð fyrir framan hana, sagt „skemmtið ykkur“ og svo farið inn í herbergi. Þá hafi hinn maðurinn misnotað hana.

Konan sem lýsti þessari reynslu sinni segist hafa farið til lögreglu eftir að hún heyrði um andlát Perlu og sagt frá nauðguninni. Hún segir að lögreglumaðurinn sem tók á móti henni hafi ekki hlustað á hana, ekki skrifað eitt einasta orð niður, og ekki tekið niður skýrslu eða sagt henni hvernig hún gæti kært manninn. „Það var ótrúlega óþægilegt, ég var nýbúin að segja honum að mér hefði verið nauðgað.“ sagði hún.

Hótaði lögreglu líkamsmeiðingum og var ógnandi

Þá var í Kveik á RUV einnig fjallað um skýrslu lögreglu. Andlátið átti sér stað á heimili kærastans og foreldra hans. Það hafi verið faðir kærastans sem kom að Perlu látinni og þegar hann hafi hringt á 112 og ætlað að hefja endurlífgun hafi sonur hans „misst sig“.

Þegar lögregla kom á vettvang hafi hann einnig látið ófriðlega og verið ógnandi: staðið með brjóstkassann út, spenntur og með kreppta hnefa. Einnig hafi hann hótað lögregluþjónunum líkamsmeiðingum.

Vegna þessa lá grunur um að kærastinn hafi verið inni í herberginu þegar Perla lést og hann hafi því mögulega reynt að koma í veg fyrir að henni yrði bjargað.

Líkt og áður hefur komið fram var þó niðurstaða lögreglu þó sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað við andlát Perlu. Kristínu, móðir hennar, finnst það furðulegt og er ósátt með vinnubrögð lögreglu og segir þau einkennast af fordómum gagnvart fólki sem hafi notað vímuefni.

Ekki spurður út í sakarefni fyrr en mánuðum seinna

Nefnd sem hefur eftirlit með lögreglu sagði í skýrslu um málið að vísbendingar væru til um ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu, sérstaklega þar sem að kærastinn hafi ekki verið spurður út í sakarefnið fyrr en tveimur mánuðum eftir atvikið, en ekki í fyrstu skýrslutöku.

Fram kemur  í Kveik að líklega muni skýr niðurstaða um andlát Perlu Dísar aldrei liggja fyrir. Nánar má lesa um málið hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn