fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fréttir

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 10:02

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Ragnars Þórs við stjórnarmeðlimi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LIVE, náðu vissum hápunkti í gær þegar Ragnar Þór lýsti yfir vantrausti á varaformann stjórnarinnar, Guðrúnu Hafsteinsdóttur í Kjörís. Í kvöldfréttum RUV sagði Ragnar svo að „Guðrún Hafsteinsdóttir ætti að snúa sér að því sem hún gerir best, sem er að framleiða ís.“

Sjá nánar: Ragnar Þór vill að Guðrún Hafsteinsdóttir verði sett af og segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér


Ummælin vöktu mikil og hörð viðbrögð víða á samfélagsmiðlum, sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Þannig sagði til að mynda Friðjón Friðjónsson almannatengill:

Tóku fjölmargir upp hanskan fyrir Guðrúnu og bentu á að hún hafi verið forstjóri stórfyrirtækis í 23 ár og í ýmsum stjórnum, ráðum og trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu, lífeyrissjóðskerfinu og menntageiranum.

Ragnar sjálfur virðist hafa tekið lífinu með ró í gær og fór og fékk sér ís. Myndinni hér að neðan deildi hann á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Aðspurður af Facebook vinum sínum hvort um væri að ræða Kjörís, svaraði Ragnar „Að sjálfsögðu Kjörís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Í gær

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu

Ólíver brosir hringinn – hefur fengið skilaboð og símtöl frá öllum þeim sem hann dýrkar og dáir mest í lífinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum

Draugur 2016-klúðurs Demókrata vofir enn yfir kosningunum
Fyrir 3 dögum

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga

Stefán Máni, Þorgrímur Þráins og jólapiss í skafli – Sönn saga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana

Umboðsmaður Alþingis krefur Svandísi um svör vegna sóttvarnaráðstafana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Mola? 150 þúsund króna fundarlaun