fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 10:02

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Ragnars Þórs við stjórnarmeðlimi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LIVE, náðu vissum hápunkti í gær þegar Ragnar Þór lýsti yfir vantrausti á varaformann stjórnarinnar, Guðrúnu Hafsteinsdóttur í Kjörís. Í kvöldfréttum RUV sagði Ragnar svo að „Guðrún Hafsteinsdóttir ætti að snúa sér að því sem hún gerir best, sem er að framleiða ís.“

Sjá nánar: Ragnar Þór vill að Guðrún Hafsteinsdóttir verði sett af og segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn sér


Ummælin vöktu mikil og hörð viðbrögð víða á samfélagsmiðlum, sérstaklega á hægri væng stjórnmálanna. Þannig sagði til að mynda Friðjón Friðjónsson almannatengill:

Tóku fjölmargir upp hanskan fyrir Guðrúnu og bentu á að hún hafi verið forstjóri stórfyrirtækis í 23 ár og í ýmsum stjórnum, ráðum og trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu, lífeyrissjóðskerfinu og menntageiranum.

Ragnar sjálfur virðist hafa tekið lífinu með ró í gær og fór og fékk sér ís. Myndinni hér að neðan deildi hann á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Aðspurður af Facebook vinum sínum hvort um væri að ræða Kjörís, svaraði Ragnar „Að sjálfsögðu Kjörís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí