fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vespa sem stolið var af 13 ára dreng á Kleppsvegi er komin í leitirnar. Þjófarnir eru að sögn fullorðnir menn og um skipulagða glæpastarfsemi er að ræða.

Eins og við greindum frá í gær tilkynnti Margrét Friðriksdóttir um þjófnað á vespu 13 ára drengs sem er nákominn henni. Að eignast vespuna hafði verið langþráður draumur drengsins og var honum þetta því mikið áfall.

Hjólahvíslarinn landsþekkti, Bjartmar Leósson, blandaði sér í málið og tókst að finna vespuna, eins og kemur fram í nýrri tilkynningu frá Margréti í dag.

„Gaman að segja frá því að vespan sem við auglýstum eftir í gær er fundin, en það var Bjartmar Leósson hjól­hesta­hvíslarinn góði sem leitar uppi stolin hjól með frábærum árangri sem fann hana og á hann mikinn heiður skilið fyrir,“ segir Margrét.

Búið var að spreyja verspuna svarta og hirða einhverja aukahluti af henni til að selja. Bjartmar segir að fullorðnir menn hafi verið að verki sem stundi skipulagði glæpastarfsemi. Ekki hefur tekist að hafa upp á mönnunum en þrír menn eru grunaðir um verknaðinn.

„En allavega þá er strákurinn í skýjunum og búin að endurheimta gleði sína á ný eftir að vera komin með hjólið í hendurnar og Bjartmar snillingur fær að sjálfsögðu sín fundarlaun og allir glaðir,“ segir Margrét ennfremur í tilkynningu sinni.

„Svartspreyjaðar vespur eru oft samasem merki um að hún sé stolin. En þá er hægt að þekkja þær á lögun þeirra. Eins og þessi sem ég fann í morgun og er nú komin til eiganda síns,“ segir Bjartmar í stuttri tilkynningu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit