fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Takmarkanir verða hertar á pöbbum Reykjavíkur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. september 2020 14:24

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, telur að í ljósi fjölgunar greindra tilvika COVID-19 undanfarna daga að skoða þurfi takmarkanir sem gilda um vínveitingastaði í Reykjavík. Sérstaklega þar sem um þriðjungur þeirra þrjátíu og tveggja sem greinst hafa undanfarna tvo daga eru með smit sem rakin eru til slíkra staða.

„Skoða það betur og sérstaklega í ljósi þess að vínveitingastaðir virðast klárlega eiga stóran þátt í þeirri bylgju sem við erum að kljást við núna,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Ætlar hann að leggja fram tillögur til ráðherra í dag eða á morgun varðandi aðgerðir til að takast á við stöðuna, líklega munu þær varða staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem sérstaklega verður beint að veitingastöðum.

„Þessir staðir líklegri, eða fólkið sem er á þessum stöðum, er líklegra til að smitast og smita hvert annað.“

Þórólfur telur vænlegt að fara þá leið fremur en að herða aðgerðir á landinu öllu, einkum í ljósi þess að flest smit undanfarna daga mega rekja til höfuðborgarsvæðisins og að fæstir sem greindust voru í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“