fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

„Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 21:46

Aldís Amah Hamilton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Aldís Amah Hamilton fór hörðum orðum um helstu leikhús landsins í færslu sem hún birti á Facebook í gær. Aldís er ósátt með hversu einsleitir leikhóparnir eru í ár og benti á sérstaka kynningarmynd Þjóðleikhússins, þar sem má sjá stóran hóp leikara, ansi hvítan hóp.

Sjálf er Aldís af blönduðum uppruna, en hún ræddi þetta mál frekar við Önnu Marsibil Clausen í Lestinni á Rás 1. Þar var hún spurð hvort að þetta kæmi sér á óvart.

„Nei, það gerði það ekki. Ég þekki marga hverja af þessum leikurum sem eru af blönduðum uppruna og ég vissi að ekkert okkar var fastráðið þetta leikárið. En þessi mynd sem ég skrifa um í Facebook-færslunni minni. Hún kom kannski mest á óvart, en þar öskraði þetta í andlitið á manni í stað þess að skríða með fram veggjum.“

„Þetta eru allt ótrúlega hæfileikaríkir og flottir leikarar, en það er mjög mikil einsleitni í hópnum. Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020,“

„Ég held að þetta sé ekki með ráðum gert, að það sé markvisst sleppa því að taka litaða leikara.“ Segir Aldís og segir að seinustu ár hafi þetta ekki verið svona, yfirleitt hafi verið allavega einn leikari af lituðum eða blönduðum uppruna. Hún tekur þó fram að í raun geti hún einungis talað fyrir sjálfa sig.

Hún segir að líklega liggi grunnur vandamálsins í því að enginn hafi hugsað út í þetta og vonandi séu þetta bara mistök.

Þá var Aldís spurð út í það hvers vegna hún hafi skrifað pistilinn hvort að hún gæti hafa verið að setja sig í sérstaka stöðu með sig eða mála sig út í horn.

„Afhverju gerir einhver sér það að vera leikari? Þú ert að gera sjálfa þig að auðveldu skotmarki. Fyrst ætlaði ég ekki að gera neitt. Ég vaknaði þennan morgun og var bent á þessa mynd og þá voru byrjaðar rosalegur umræður um þetta í lokuðum hópum. Og allt í einu fann ég bara sjálfa mig að skrifa einhverja rumsu í tölvunni. Ég bjóst ekkert endilega við því að fólk myndi nenna að lesa þetta en það gerði það.“

Aldís tekur þó fram að hún sé ekki að ráðast á einn né neinn. Hún viðurkennir einnig að svona pistlaskrif séu kvíðavaldandi og segist hafa sent skilaboðin „OMG ég held að ég hafi verið að eyðileggja ferilinn minn“ á vini sína efir að hún birti færsluna.

„Ég tók það fram í pistlinum að þetta er ekki árás, og þetta er ekki sett fram í einhverri illsku,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna